Hafnar hugmyndum um 75% þátttöku 28. júní 2004 00:01 Starfshópur ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu telur heimilt að setja skilyrði um hana en að þau verði að vera hófleg. Nefndin hafnar hugmyndum um 75% þátttöku og að 2/3 hluta þurfi til að nema fjölmiðlalögin úr gildi. Ríkisstjórnin skipaði fyrr í mánuðinum starfshóp fjögurra hæstaréttarlögmanna til að undirbúa lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar þess að forseti Íslands neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin svokölluðu. Nefndin hefur skilað af sér skýrslu og kynnti hana opinberlega í dag. Meðal þess sem skoðað var var hvort að heimilt væri að setja einhver skilyrði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Niðurstaðan var sú að það væri heimilt en því hóflegri sem þau skilyrði væru, því betra og líklegra væri að þau stæðust. Nefndin hafnar hugmyndum sem nefndar hafa verið um að 75% kosningaþátttöku þurfi og aukinn meirihluta, þ.e. 2/3, til að fella lögin. Starfshópurinn telur að lagasetning sé nauðsynleg en að þau lög þurfi að vera almenn en ekki sértæk fyrir þetta mál. Þá telur hann að atkvæðagreiðsla fari fram eigi síðar en tveimur mánuðum eftir synjun staðfestingar laga og ekki seinna en þremur vikum eftir að lög um þjóðaratkvæðagreiðslu taki gildi. Allir sem hafi kosningarétt í þingkosningum hafi kosningarétt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og að dómsmálaráðuneytið dreifi upplýsingariti með lögunum inn á hvert heimili í landinu. Þá vill starfshópurinn að kjörseðillinn verði einfaldur og skýr og einfaldlega verði spurt þannig að svarið sé annað hvort „já, fjölmiðlalögin eiga að halda gildi sínu“, eða „nei, fjölmiðlalögin eiga að falla úr gildi“. Þá leggur starfshópurinn til að t.d.verði miðað við 50% kosningaþátttöku eða að 25-44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella lögin úr gildi. Karl Axelsson, formaður starfshópsins, segir málið lögfræðilega flókið enda engin fordæmi sem auðvelt sé að vísa í sem og umdeilt meðal lögfræðinga. Hvað varðar tæknilega framkvæmd kosninganna segir hann það tiltölulega einfalt. Hægt er að lesa skýrsluna í heild á slóðinni http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/Skyrsla_thjodaratkvaedi_DOC.doc Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Starfshópur ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu telur heimilt að setja skilyrði um hana en að þau verði að vera hófleg. Nefndin hafnar hugmyndum um 75% þátttöku og að 2/3 hluta þurfi til að nema fjölmiðlalögin úr gildi. Ríkisstjórnin skipaði fyrr í mánuðinum starfshóp fjögurra hæstaréttarlögmanna til að undirbúa lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar þess að forseti Íslands neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin svokölluðu. Nefndin hefur skilað af sér skýrslu og kynnti hana opinberlega í dag. Meðal þess sem skoðað var var hvort að heimilt væri að setja einhver skilyrði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Niðurstaðan var sú að það væri heimilt en því hóflegri sem þau skilyrði væru, því betra og líklegra væri að þau stæðust. Nefndin hafnar hugmyndum sem nefndar hafa verið um að 75% kosningaþátttöku þurfi og aukinn meirihluta, þ.e. 2/3, til að fella lögin. Starfshópurinn telur að lagasetning sé nauðsynleg en að þau lög þurfi að vera almenn en ekki sértæk fyrir þetta mál. Þá telur hann að atkvæðagreiðsla fari fram eigi síðar en tveimur mánuðum eftir synjun staðfestingar laga og ekki seinna en þremur vikum eftir að lög um þjóðaratkvæðagreiðslu taki gildi. Allir sem hafi kosningarétt í þingkosningum hafi kosningarétt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og að dómsmálaráðuneytið dreifi upplýsingariti með lögunum inn á hvert heimili í landinu. Þá vill starfshópurinn að kjörseðillinn verði einfaldur og skýr og einfaldlega verði spurt þannig að svarið sé annað hvort „já, fjölmiðlalögin eiga að halda gildi sínu“, eða „nei, fjölmiðlalögin eiga að falla úr gildi“. Þá leggur starfshópurinn til að t.d.verði miðað við 50% kosningaþátttöku eða að 25-44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella lögin úr gildi. Karl Axelsson, formaður starfshópsins, segir málið lögfræðilega flókið enda engin fordæmi sem auðvelt sé að vísa í sem og umdeilt meðal lögfræðinga. Hvað varðar tæknilega framkvæmd kosninganna segir hann það tiltölulega einfalt. Hægt er að lesa skýrsluna í heild á slóðinni http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/Skyrsla_thjodaratkvaedi_DOC.doc
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira