Innlent

Dældaði bíl og barði mann

Lögreglan á Selfossi sleppti manni úr haldi í gær, sem í fór talsvert frjálslega með áfengisflösku aðfaranótt sunnudags og skaðaði mann og bíla með henni. Í fyrsta lagi drakk hann ótæpilega úr flöskunni á almanna færi, sem er brot á áfengislögum. Þá dældaði hann bíl með flöskunni, notaði hana þvínæst til að berja mann í andlitið þannig að fórnarlambið þurfti að leita læknis og loks braut hann framrúðu í öðrum bíl, allt með sömu flöskunni. Þá skarst lögregla í leikinn, afvopnaði hann og handtók. Hann var látinn sofa úr sér í gær og yrirheyrður að því loknu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×