Óformlegar viðræður um samstarf 10. nóvember 2004 00:01 Fulltrúar Reykjavíkurlistans sitja nú og reyna að leysa ágreining um hver verði næsti borgarstjóri. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni segist hafa rætt óformlega við Vinstri - græna og Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í þáttunum Íslandi í dag og Kastljósi að telja mætti víst að nýr borgarstjóri kæmi úr röðum núverandi borgarfulltrúa, en það yrði þó ekki hún sjálf. Framsóknarfélag Reykjavíkur í Norðurkjördæmi vill hins vegar að borgarstjórinn komi utan raða kjörinna borgarfulltrúa. Gestur Kr. Gestsson, formaður félagsins, segir ástæðuna einfaldlega þá að það hafi gefist vel hingað til. Þetta sé samstarf þriggja flokka og það sé einfaldlega ekki gott að velja einhvern úr einum þeirra. Gestur segir Dag B. Eggertsson vera tengdan Samfylkingunni þó hann sé ekki flokksbundinn á pappírunum „Það á bara að kalla hlutina það sem þeir eru. Það á ekkert að vera undir einhverju fölsku flaggi með það,“ segir Gestur. Þannig virðist ólíklegt að Framsóknarmenn fallist á tillögu um Dag sem borgarstjóra og ágreiningur er innan R-listans um eftirmann Þórólfs. Fulltrúar listans hafa setið á fundi í morgun til að ræða málið en verjast allra frétta og vildu ekkert ræða við fréttastofu fyrir hádegi. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist meta það að Þórólfur hafi axlað ábyrgð sína og sagt af sér. Spurður hvort borgarfulltrúar sjálfstæðismanna hafi hitt fulltrúa Vinstri - grænna eða Framsóknarflokks með hugsanlegt samstarf í huga segir Vilhjálmur svo ekki vera en auðvitað ræði menn saman eins og gengur og gerist. „Við erum alltaf að tala saman um eitt og annað og auðvitað hafa þessi mál borið á góma en engar formlegar viðræður átt sér stað,“ segir Vilhjálmur. Viljálmur kveðst ekki hafa hugmynd um hver verði næsti borgarstjóri, enda viti R-lisitnn það varla sjálfur. Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Fulltrúar Reykjavíkurlistans sitja nú og reyna að leysa ágreining um hver verði næsti borgarstjóri. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni segist hafa rætt óformlega við Vinstri - græna og Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í þáttunum Íslandi í dag og Kastljósi að telja mætti víst að nýr borgarstjóri kæmi úr röðum núverandi borgarfulltrúa, en það yrði þó ekki hún sjálf. Framsóknarfélag Reykjavíkur í Norðurkjördæmi vill hins vegar að borgarstjórinn komi utan raða kjörinna borgarfulltrúa. Gestur Kr. Gestsson, formaður félagsins, segir ástæðuna einfaldlega þá að það hafi gefist vel hingað til. Þetta sé samstarf þriggja flokka og það sé einfaldlega ekki gott að velja einhvern úr einum þeirra. Gestur segir Dag B. Eggertsson vera tengdan Samfylkingunni þó hann sé ekki flokksbundinn á pappírunum „Það á bara að kalla hlutina það sem þeir eru. Það á ekkert að vera undir einhverju fölsku flaggi með það,“ segir Gestur. Þannig virðist ólíklegt að Framsóknarmenn fallist á tillögu um Dag sem borgarstjóra og ágreiningur er innan R-listans um eftirmann Þórólfs. Fulltrúar listans hafa setið á fundi í morgun til að ræða málið en verjast allra frétta og vildu ekkert ræða við fréttastofu fyrir hádegi. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist meta það að Þórólfur hafi axlað ábyrgð sína og sagt af sér. Spurður hvort borgarfulltrúar sjálfstæðismanna hafi hitt fulltrúa Vinstri - grænna eða Framsóknarflokks með hugsanlegt samstarf í huga segir Vilhjálmur svo ekki vera en auðvitað ræði menn saman eins og gengur og gerist. „Við erum alltaf að tala saman um eitt og annað og auðvitað hafa þessi mál borið á góma en engar formlegar viðræður átt sér stað,“ segir Vilhjálmur. Viljálmur kveðst ekki hafa hugmynd um hver verði næsti borgarstjóri, enda viti R-lisitnn það varla sjálfur.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira