Innlent

Vetnisvagnar aftur í umferð

Vetnisstöð Skeljungs og Íslenskrar Nýorku hóf aftur störf í gær en hún hefur verið biluð í nokkrar vikur. Á meðan hafa vetnisstrætisvagnar Nýorku staðið ónotaðir. Vetni verður dælt á þá aftur í dag. Þegar bilunin kom upp var ákveðið að fara í stærri viðgerð og endurhanna hluta hennar. Viðræður eru á milli eigenda stöðvarinnar og Norsk Hydro um kostnaðarskiptingu vegna viðgerðarinnar en fyrirtækið framleiddi tækjabúnað í stöðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×