Vændi Össur um lygi 9. desember 2004 00:01 Hart var tekist á um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vændi Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, um lygi og var áminnt fyrir af forseta þingsins. Þetta var fjörugur dagur í þinginu og greinilegt að stefnir í heitan endasprett fyrir jól. Skattalækkanir ríkisstjórnarinnar voru bitbeinið framan af degi og það var Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, sem mælti fyrir hönd annars minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar. Hann sagði þá auknu misskiptingu sem er að verða hér á landi blasa hvarvetna við - annars vegar í lífskjörum þeirra sem raki til sín milljónum, og jafnvel milljörðum, og svo þeirra sem varla geti séð sér og sínum farborða. Össur Skarphéðinsson í hinum minnihlutanum sagði Framsóknarflokkinn hafa staðið í vegi fyrir lækkun matarskatts. Hann lenti í rimmu við Dagnýju Jónsdóttur sem sagði Össur ljúga varðandi það að Framsóknarflokkurinn hefði stöðvað lækkun matarskatts. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, var ekki hrifinn af tungutaki þingmannsins og bað hann að gæta háttsemi í tungutaki sínu. Össur þakkaði forsetanum fyrir tilraun til að ala upp þingmenn Framsóknar og sagðist reiðubúinn að leggja sitt af mörkum til að það mætti vel takast. Össur sagði Pétur Blöndal, formann efnahags og viðskiptanefndar, týndan í skóginum. Pétur svaraði með því að spyrja hvort formaður Samfylkingarinnar væri á móti því að fella niður eignaskatt, lækka tekjuskatt svo fólk hefði hvata til að vinna meira og afla sér menntunar og hækka barnabætur. Um það snerist nefnilega frumvarpið og sagði Pétur að aðalrök Össurar hafi verið að fjármálaráðherra hafi vælt eins og grís. Össur svaraði því til að andmælandi hans mætti þakka fyrir að hann notaði ekki orð eins og „grístittur“ um ýmsa þingmenn og ráðherra. „Ég er bara kurteisari en svo að ég geri það,“ sagði Össur. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Hart var tekist á um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vændi Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, um lygi og var áminnt fyrir af forseta þingsins. Þetta var fjörugur dagur í þinginu og greinilegt að stefnir í heitan endasprett fyrir jól. Skattalækkanir ríkisstjórnarinnar voru bitbeinið framan af degi og það var Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, sem mælti fyrir hönd annars minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar. Hann sagði þá auknu misskiptingu sem er að verða hér á landi blasa hvarvetna við - annars vegar í lífskjörum þeirra sem raki til sín milljónum, og jafnvel milljörðum, og svo þeirra sem varla geti séð sér og sínum farborða. Össur Skarphéðinsson í hinum minnihlutanum sagði Framsóknarflokkinn hafa staðið í vegi fyrir lækkun matarskatts. Hann lenti í rimmu við Dagnýju Jónsdóttur sem sagði Össur ljúga varðandi það að Framsóknarflokkurinn hefði stöðvað lækkun matarskatts. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, var ekki hrifinn af tungutaki þingmannsins og bað hann að gæta háttsemi í tungutaki sínu. Össur þakkaði forsetanum fyrir tilraun til að ala upp þingmenn Framsóknar og sagðist reiðubúinn að leggja sitt af mörkum til að það mætti vel takast. Össur sagði Pétur Blöndal, formann efnahags og viðskiptanefndar, týndan í skóginum. Pétur svaraði með því að spyrja hvort formaður Samfylkingarinnar væri á móti því að fella niður eignaskatt, lækka tekjuskatt svo fólk hefði hvata til að vinna meira og afla sér menntunar og hækka barnabætur. Um það snerist nefnilega frumvarpið og sagði Pétur að aðalrök Össurar hafi verið að fjármálaráðherra hafi vælt eins og grís. Össur svaraði því til að andmælandi hans mætti þakka fyrir að hann notaði ekki orð eins og „grístittur“ um ýmsa þingmenn og ráðherra. „Ég er bara kurteisari en svo að ég geri það,“ sagði Össur.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira