Vændi Össur um lygi 9. desember 2004 00:01 Hart var tekist á um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vændi Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, um lygi og var áminnt fyrir af forseta þingsins. Þetta var fjörugur dagur í þinginu og greinilegt að stefnir í heitan endasprett fyrir jól. Skattalækkanir ríkisstjórnarinnar voru bitbeinið framan af degi og það var Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, sem mælti fyrir hönd annars minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar. Hann sagði þá auknu misskiptingu sem er að verða hér á landi blasa hvarvetna við - annars vegar í lífskjörum þeirra sem raki til sín milljónum, og jafnvel milljörðum, og svo þeirra sem varla geti séð sér og sínum farborða. Össur Skarphéðinsson í hinum minnihlutanum sagði Framsóknarflokkinn hafa staðið í vegi fyrir lækkun matarskatts. Hann lenti í rimmu við Dagnýju Jónsdóttur sem sagði Össur ljúga varðandi það að Framsóknarflokkurinn hefði stöðvað lækkun matarskatts. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, var ekki hrifinn af tungutaki þingmannsins og bað hann að gæta háttsemi í tungutaki sínu. Össur þakkaði forsetanum fyrir tilraun til að ala upp þingmenn Framsóknar og sagðist reiðubúinn að leggja sitt af mörkum til að það mætti vel takast. Össur sagði Pétur Blöndal, formann efnahags og viðskiptanefndar, týndan í skóginum. Pétur svaraði með því að spyrja hvort formaður Samfylkingarinnar væri á móti því að fella niður eignaskatt, lækka tekjuskatt svo fólk hefði hvata til að vinna meira og afla sér menntunar og hækka barnabætur. Um það snerist nefnilega frumvarpið og sagði Pétur að aðalrök Össurar hafi verið að fjármálaráðherra hafi vælt eins og grís. Össur svaraði því til að andmælandi hans mætti þakka fyrir að hann notaði ekki orð eins og „grístittur“ um ýmsa þingmenn og ráðherra. „Ég er bara kurteisari en svo að ég geri það,“ sagði Össur. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Hart var tekist á um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vændi Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, um lygi og var áminnt fyrir af forseta þingsins. Þetta var fjörugur dagur í þinginu og greinilegt að stefnir í heitan endasprett fyrir jól. Skattalækkanir ríkisstjórnarinnar voru bitbeinið framan af degi og það var Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, sem mælti fyrir hönd annars minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar. Hann sagði þá auknu misskiptingu sem er að verða hér á landi blasa hvarvetna við - annars vegar í lífskjörum þeirra sem raki til sín milljónum, og jafnvel milljörðum, og svo þeirra sem varla geti séð sér og sínum farborða. Össur Skarphéðinsson í hinum minnihlutanum sagði Framsóknarflokkinn hafa staðið í vegi fyrir lækkun matarskatts. Hann lenti í rimmu við Dagnýju Jónsdóttur sem sagði Össur ljúga varðandi það að Framsóknarflokkurinn hefði stöðvað lækkun matarskatts. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, var ekki hrifinn af tungutaki þingmannsins og bað hann að gæta háttsemi í tungutaki sínu. Össur þakkaði forsetanum fyrir tilraun til að ala upp þingmenn Framsóknar og sagðist reiðubúinn að leggja sitt af mörkum til að það mætti vel takast. Össur sagði Pétur Blöndal, formann efnahags og viðskiptanefndar, týndan í skóginum. Pétur svaraði með því að spyrja hvort formaður Samfylkingarinnar væri á móti því að fella niður eignaskatt, lækka tekjuskatt svo fólk hefði hvata til að vinna meira og afla sér menntunar og hækka barnabætur. Um það snerist nefnilega frumvarpið og sagði Pétur að aðalrök Össurar hafi verið að fjármálaráðherra hafi vælt eins og grís. Össur svaraði því til að andmælandi hans mætti þakka fyrir að hann notaði ekki orð eins og „grístittur“ um ýmsa þingmenn og ráðherra. „Ég er bara kurteisari en svo að ég geri það,“ sagði Össur.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira