Landbúnaðarráðuneytið kært 9. desember 2004 00:01 Landbúnaðarráðuneytinu hefur borist stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar yfirdýralæknis um að skera niður á þriðja þúsund kinda í Biskupstungum. Þar hefur greinst riðuveiki. Guðbrandur Jónsson, verkefnastjóri í Saurbæ-biogas, segir riðuveiki ekki smitsjúkdóm. Embætti yfirdýralæknis hafi aldrei rannsakað fjárhús þar sem riðuveiki hafi komið upp: "Í stjórnsýslukærunni krefst ég þess að heilbrigð dýr verði ekki drepin heldur einungis þau sem séu sannarlega veik." Sigurður Örn Hansson, aðstoðaryfirdýralæknir hjá embætti yfirdýralæknis, segir af og frá að fjárhús, þar sem upp hafi komið riðuveiki hafi ekki verið rannsökuð. Hvort einstaka umhverfisþættir hafi verið skoðaðir þekki hann ekki. "Það er almennt viðurkennt meðal vísindamanna að riða sé einn af prion-smitsjúkdómunum," segir Sigurður: "Að gastegund sé einhver einn orsakavaldur hef ég engan heyrt tala um nema Guðbrand." Guðbrandur stundaði rannsóknir í Árgerði í Skagafirði. Hann segist einnig hafa fylgst með bæjunum þar sem riðuveikin greindist í Biskupstungunum. "Mikil gasmyndun var í fjárhúsinu í Árgerði og á átta mánaða tímabili samsvarar hún því að dýrin byggju á um 4.500 metrum yfir sjávarmáli," segir Guðbrandur. Það geti valdið því að mikill þrýstingsmunur myndist þegar dýrunum sé hleypt út að loknum vetri. Loft fari inn í blóðrás dýranna og upp í heila þeirra. Líkja megi veikindum dýranna við kafaraveiki, það sé þegar kafari fari of hratt frá meiri þrýstingi í minni og loft komist í blóðið. Í tilfelli kindanna komi þær úr minni þrýstingi í meiri. Frekari rannsókna sé þörf áður en féð sé skorið. Arnheiður Þórðardóttir, bóndi í Gýgjarhólskoti I í Biskupstungum þar sem öllu fé var slátrað 9. nóvember, segir að ein kind hafi greinst með óþekkt afbrigði af riðuveiki. Öllum stofni bæjarins, 370 kindum, hafi verið slátrað. Auk lamba teljist 900 fjár. Rannsóknir standi yfir. Kindur annarra bæja hafi enn ekki verið skornar niður eins og til standi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Landbúnaðarráðuneytinu hefur borist stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar yfirdýralæknis um að skera niður á þriðja þúsund kinda í Biskupstungum. Þar hefur greinst riðuveiki. Guðbrandur Jónsson, verkefnastjóri í Saurbæ-biogas, segir riðuveiki ekki smitsjúkdóm. Embætti yfirdýralæknis hafi aldrei rannsakað fjárhús þar sem riðuveiki hafi komið upp: "Í stjórnsýslukærunni krefst ég þess að heilbrigð dýr verði ekki drepin heldur einungis þau sem séu sannarlega veik." Sigurður Örn Hansson, aðstoðaryfirdýralæknir hjá embætti yfirdýralæknis, segir af og frá að fjárhús, þar sem upp hafi komið riðuveiki hafi ekki verið rannsökuð. Hvort einstaka umhverfisþættir hafi verið skoðaðir þekki hann ekki. "Það er almennt viðurkennt meðal vísindamanna að riða sé einn af prion-smitsjúkdómunum," segir Sigurður: "Að gastegund sé einhver einn orsakavaldur hef ég engan heyrt tala um nema Guðbrand." Guðbrandur stundaði rannsóknir í Árgerði í Skagafirði. Hann segist einnig hafa fylgst með bæjunum þar sem riðuveikin greindist í Biskupstungunum. "Mikil gasmyndun var í fjárhúsinu í Árgerði og á átta mánaða tímabili samsvarar hún því að dýrin byggju á um 4.500 metrum yfir sjávarmáli," segir Guðbrandur. Það geti valdið því að mikill þrýstingsmunur myndist þegar dýrunum sé hleypt út að loknum vetri. Loft fari inn í blóðrás dýranna og upp í heila þeirra. Líkja megi veikindum dýranna við kafaraveiki, það sé þegar kafari fari of hratt frá meiri þrýstingi í minni og loft komist í blóðið. Í tilfelli kindanna komi þær úr minni þrýstingi í meiri. Frekari rannsókna sé þörf áður en féð sé skorið. Arnheiður Þórðardóttir, bóndi í Gýgjarhólskoti I í Biskupstungum þar sem öllu fé var slátrað 9. nóvember, segir að ein kind hafi greinst með óþekkt afbrigði af riðuveiki. Öllum stofni bæjarins, 370 kindum, hafi verið slátrað. Auk lamba teljist 900 fjár. Rannsóknir standi yfir. Kindur annarra bæja hafi enn ekki verið skornar niður eins og til standi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira