Landbúnaðarráðuneytið kært 9. desember 2004 00:01 Landbúnaðarráðuneytinu hefur borist stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar yfirdýralæknis um að skera niður á þriðja þúsund kinda í Biskupstungum. Þar hefur greinst riðuveiki. Guðbrandur Jónsson, verkefnastjóri í Saurbæ-biogas, segir riðuveiki ekki smitsjúkdóm. Embætti yfirdýralæknis hafi aldrei rannsakað fjárhús þar sem riðuveiki hafi komið upp: "Í stjórnsýslukærunni krefst ég þess að heilbrigð dýr verði ekki drepin heldur einungis þau sem séu sannarlega veik." Sigurður Örn Hansson, aðstoðaryfirdýralæknir hjá embætti yfirdýralæknis, segir af og frá að fjárhús, þar sem upp hafi komið riðuveiki hafi ekki verið rannsökuð. Hvort einstaka umhverfisþættir hafi verið skoðaðir þekki hann ekki. "Það er almennt viðurkennt meðal vísindamanna að riða sé einn af prion-smitsjúkdómunum," segir Sigurður: "Að gastegund sé einhver einn orsakavaldur hef ég engan heyrt tala um nema Guðbrand." Guðbrandur stundaði rannsóknir í Árgerði í Skagafirði. Hann segist einnig hafa fylgst með bæjunum þar sem riðuveikin greindist í Biskupstungunum. "Mikil gasmyndun var í fjárhúsinu í Árgerði og á átta mánaða tímabili samsvarar hún því að dýrin byggju á um 4.500 metrum yfir sjávarmáli," segir Guðbrandur. Það geti valdið því að mikill þrýstingsmunur myndist þegar dýrunum sé hleypt út að loknum vetri. Loft fari inn í blóðrás dýranna og upp í heila þeirra. Líkja megi veikindum dýranna við kafaraveiki, það sé þegar kafari fari of hratt frá meiri þrýstingi í minni og loft komist í blóðið. Í tilfelli kindanna komi þær úr minni þrýstingi í meiri. Frekari rannsókna sé þörf áður en féð sé skorið. Arnheiður Þórðardóttir, bóndi í Gýgjarhólskoti I í Biskupstungum þar sem öllu fé var slátrað 9. nóvember, segir að ein kind hafi greinst með óþekkt afbrigði af riðuveiki. Öllum stofni bæjarins, 370 kindum, hafi verið slátrað. Auk lamba teljist 900 fjár. Rannsóknir standi yfir. Kindur annarra bæja hafi enn ekki verið skornar niður eins og til standi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Landbúnaðarráðuneytinu hefur borist stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar yfirdýralæknis um að skera niður á þriðja þúsund kinda í Biskupstungum. Þar hefur greinst riðuveiki. Guðbrandur Jónsson, verkefnastjóri í Saurbæ-biogas, segir riðuveiki ekki smitsjúkdóm. Embætti yfirdýralæknis hafi aldrei rannsakað fjárhús þar sem riðuveiki hafi komið upp: "Í stjórnsýslukærunni krefst ég þess að heilbrigð dýr verði ekki drepin heldur einungis þau sem séu sannarlega veik." Sigurður Örn Hansson, aðstoðaryfirdýralæknir hjá embætti yfirdýralæknis, segir af og frá að fjárhús, þar sem upp hafi komið riðuveiki hafi ekki verið rannsökuð. Hvort einstaka umhverfisþættir hafi verið skoðaðir þekki hann ekki. "Það er almennt viðurkennt meðal vísindamanna að riða sé einn af prion-smitsjúkdómunum," segir Sigurður: "Að gastegund sé einhver einn orsakavaldur hef ég engan heyrt tala um nema Guðbrand." Guðbrandur stundaði rannsóknir í Árgerði í Skagafirði. Hann segist einnig hafa fylgst með bæjunum þar sem riðuveikin greindist í Biskupstungunum. "Mikil gasmyndun var í fjárhúsinu í Árgerði og á átta mánaða tímabili samsvarar hún því að dýrin byggju á um 4.500 metrum yfir sjávarmáli," segir Guðbrandur. Það geti valdið því að mikill þrýstingsmunur myndist þegar dýrunum sé hleypt út að loknum vetri. Loft fari inn í blóðrás dýranna og upp í heila þeirra. Líkja megi veikindum dýranna við kafaraveiki, það sé þegar kafari fari of hratt frá meiri þrýstingi í minni og loft komist í blóðið. Í tilfelli kindanna komi þær úr minni þrýstingi í meiri. Frekari rannsókna sé þörf áður en féð sé skorið. Arnheiður Þórðardóttir, bóndi í Gýgjarhólskoti I í Biskupstungum þar sem öllu fé var slátrað 9. nóvember, segir að ein kind hafi greinst með óþekkt afbrigði af riðuveiki. Öllum stofni bæjarins, 370 kindum, hafi verið slátrað. Auk lamba teljist 900 fjár. Rannsóknir standi yfir. Kindur annarra bæja hafi enn ekki verið skornar niður eins og til standi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira