Vilja fá veiðileyfagjaldið 8. desember 2004 00:01 Sveitastjórar átta sjávarbyggða hafa lagt til við þingmenn og ráðherra að veiðigjald á kvóta renni til byggðanna og skuldir þeirra í félagslegu íbúðakerfinu verði afskrifaðar. Þeir hittu formenn þingflokkanna, Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Árna Magnússon félagsmálaráðherra að máli í gær og óskuðu eftir viðræðum við ríkisvaldið um tillögurnar. Í tillögum sveitastjóranna segir að þetta þurfi að gera til að rétta af hag sjávarbyggða sem hafi versnað mjög með tilkomu kvótakerfisins og lögum um félagslegar íbúðir. Flestar byggðanna byggi afkomu sína á sjávarútvegi og fólk hafi flutt frá þeim vegna áhrifa kvótakerfisins. Þannig hafi tekjur byggðanna minnkað þó verkefnum hafi ekki fækkað. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er einn átta sveitarstjóra sem undirrituðu tillögurnar. Hann segist ekki efast um að þingmenn taki þeim vel. Hann segir að sjávarbyggðir eigi ekki einar að greiða herkostnað af upptöku kvótakerfisins. Sem dæmi megi nefna að í Vestmannaeyjum hafi störfum í fiskvinnslu fækkað um 615 á síðustu fimmtán árum. Á meðan hafi hundruðir starfa flust á höfuðborgarsvæðið sem rekja megi til breytinga á stjórn fiskveiða. "Hagsmunir byggðanna virðast ekki hafa verið ofarlega í hugum manna þegar stjórn fiskveiða var breytt á sínum tíma og því þarf að grípa til sértækra aðgerða til að koma sjávarbyggðunum til hjálpar." Byggðirnar myndu fá hátt í tíu milljarða króna ef skuldir þeirra vegna félagslega íbúðakerfisins yrðu felldar niður og árlegar tekjur af veiðigjaldi yrðu um 700 milljónir. Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra segist hafa blendnar tilfinningar fyrir tillögunum. Það mæli á móti þeim að þegar sé gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði annars vegar notað til eftirlits og rannsóknar á fiskistofnunum og hins vegar til nýsköpunar og atvinnuppbyggingar. "Það ætti að þjóna sömu markmiðum og sveitarstjórarnir eru að reyna að ná með sínum tillögum," segir Árni. Hins vegar séu kannski einhverjar forsendur fyrir því að sjávarbyggðir fái eitthvað úr sameiginlegum sjóðum en það sé óskynsamlegt að tengja það veiðileyfagjaldinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Sveitastjórar átta sjávarbyggða hafa lagt til við þingmenn og ráðherra að veiðigjald á kvóta renni til byggðanna og skuldir þeirra í félagslegu íbúðakerfinu verði afskrifaðar. Þeir hittu formenn þingflokkanna, Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Árna Magnússon félagsmálaráðherra að máli í gær og óskuðu eftir viðræðum við ríkisvaldið um tillögurnar. Í tillögum sveitastjóranna segir að þetta þurfi að gera til að rétta af hag sjávarbyggða sem hafi versnað mjög með tilkomu kvótakerfisins og lögum um félagslegar íbúðir. Flestar byggðanna byggi afkomu sína á sjávarútvegi og fólk hafi flutt frá þeim vegna áhrifa kvótakerfisins. Þannig hafi tekjur byggðanna minnkað þó verkefnum hafi ekki fækkað. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er einn átta sveitarstjóra sem undirrituðu tillögurnar. Hann segist ekki efast um að þingmenn taki þeim vel. Hann segir að sjávarbyggðir eigi ekki einar að greiða herkostnað af upptöku kvótakerfisins. Sem dæmi megi nefna að í Vestmannaeyjum hafi störfum í fiskvinnslu fækkað um 615 á síðustu fimmtán árum. Á meðan hafi hundruðir starfa flust á höfuðborgarsvæðið sem rekja megi til breytinga á stjórn fiskveiða. "Hagsmunir byggðanna virðast ekki hafa verið ofarlega í hugum manna þegar stjórn fiskveiða var breytt á sínum tíma og því þarf að grípa til sértækra aðgerða til að koma sjávarbyggðunum til hjálpar." Byggðirnar myndu fá hátt í tíu milljarða króna ef skuldir þeirra vegna félagslega íbúðakerfisins yrðu felldar niður og árlegar tekjur af veiðigjaldi yrðu um 700 milljónir. Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra segist hafa blendnar tilfinningar fyrir tillögunum. Það mæli á móti þeim að þegar sé gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði annars vegar notað til eftirlits og rannsóknar á fiskistofnunum og hins vegar til nýsköpunar og atvinnuppbyggingar. "Það ætti að þjóna sömu markmiðum og sveitarstjórarnir eru að reyna að ná með sínum tillögum," segir Árni. Hins vegar séu kannski einhverjar forsendur fyrir því að sjávarbyggðir fái eitthvað úr sameiginlegum sjóðum en það sé óskynsamlegt að tengja það veiðileyfagjaldinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira