Kærir olíufélag 8. desember 2004 00:01 Tæplega þrjátíu einstaklingar hafa haft samband við Neytendasamtökin og lýst yfir áhuga á þátttöku í skaðabótamáli gegn olíufélögunum vegna verðsamráðs. Neytendasamtökin hafa beðið fólk sem hefur safnað viðskiptanótum vegna bensínkaupa frá 1991 um að tilkynna það til samtakanna. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að nú séu starfsmenn samtakanna að fá sendar nótur þessa hóps til að kanna hvort þær séu nothæfar. Ef þær reynist það muni sérfræðingar fara yfir málið og kanna hvort hægt verði að stefna olíufélögunum. Hann telur líkurnar á því hafa aukist upp á síðkastið. Hins vegar verði ekki farið af stað ef það verði fyrirfram talið vonlaust að olíufélögin verði dæmd til að greiða skaðabætur. Stjórn samtakanna tekur ákvörðun um þetta á næstunni. Jóhannes biður fólk um að hafa samband við Neytendasamtökin ef það hafi safnað sama nótum vegna bensínkaupa og hafi áhuga á að láta samtökin reka fyrir sig hugsanlegt skaðabótamál. Kristinn Þórhallsson tók til máls á fundi Neytendasamtakanna í fyrrakvöld um olíusamráðið. Hann segist hafa verið trúr viðskiptavinur Olís í gegnum tíðina en ætli sér í mál gegn félaginu vegna verðsamráðs. Hann segist hættur að versla við olíufélögin sem tóku þátt í verðsamráðinu. Hann á kvittanir og mánaðaruppgjör vegna viðskipta sinna við Olís frá því árið 1993 og fram til 2001. Kristinn er meðlimur í Neytendasamtökunum og hann hefur snúið sér til þeirra eftir aðstoð. Eftir að hafa farið yfir viðskiptakvittanirnar áætlar Kristinn að olíufélagið hafi haft af honum um 300.000 krónur með samráðinu frá 1993 og þangað til upp komst um það. "Ég er ákveðinn í að fara með þetta mál alla leið þrátt fyrir að það kunni að taka mig nokkur ár því að ég vil sjá réttlætinu fullnægt. Mér er sama hvort ég fái eitthvað út úr þessu fjárhagslega því að þetta er eingöngu réttlætismál." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Tæplega þrjátíu einstaklingar hafa haft samband við Neytendasamtökin og lýst yfir áhuga á þátttöku í skaðabótamáli gegn olíufélögunum vegna verðsamráðs. Neytendasamtökin hafa beðið fólk sem hefur safnað viðskiptanótum vegna bensínkaupa frá 1991 um að tilkynna það til samtakanna. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að nú séu starfsmenn samtakanna að fá sendar nótur þessa hóps til að kanna hvort þær séu nothæfar. Ef þær reynist það muni sérfræðingar fara yfir málið og kanna hvort hægt verði að stefna olíufélögunum. Hann telur líkurnar á því hafa aukist upp á síðkastið. Hins vegar verði ekki farið af stað ef það verði fyrirfram talið vonlaust að olíufélögin verði dæmd til að greiða skaðabætur. Stjórn samtakanna tekur ákvörðun um þetta á næstunni. Jóhannes biður fólk um að hafa samband við Neytendasamtökin ef það hafi safnað sama nótum vegna bensínkaupa og hafi áhuga á að láta samtökin reka fyrir sig hugsanlegt skaðabótamál. Kristinn Þórhallsson tók til máls á fundi Neytendasamtakanna í fyrrakvöld um olíusamráðið. Hann segist hafa verið trúr viðskiptavinur Olís í gegnum tíðina en ætli sér í mál gegn félaginu vegna verðsamráðs. Hann segist hættur að versla við olíufélögin sem tóku þátt í verðsamráðinu. Hann á kvittanir og mánaðaruppgjör vegna viðskipta sinna við Olís frá því árið 1993 og fram til 2001. Kristinn er meðlimur í Neytendasamtökunum og hann hefur snúið sér til þeirra eftir aðstoð. Eftir að hafa farið yfir viðskiptakvittanirnar áætlar Kristinn að olíufélagið hafi haft af honum um 300.000 krónur með samráðinu frá 1993 og þangað til upp komst um það. "Ég er ákveðinn í að fara með þetta mál alla leið þrátt fyrir að það kunni að taka mig nokkur ár því að ég vil sjá réttlætinu fullnægt. Mér er sama hvort ég fái eitthvað út úr þessu fjárhagslega því að þetta er eingöngu réttlætismál."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira