Hrun í rækju- og skelfiskveiðum bætt 7. desember 2004 00:01 Sjávarútvegsráðherra úthlutaði í gær 3.200 þorskígilda byggðakvóta til fjörutíu byggðarlaga fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Sjö umsóknum um byggðakvóta var hafnað. Ekki var úthlutað til byggðarlaga með fleiri en 1.500 íbúa. Stykkishólmur og Siglufjörður fengu úthlutað mestum byggðakvóta, 205 þorskígildistonn hvort bæjarfélag. Mikill samdráttur hefur orðið í rækju- og skelfiskveiðum hjá útgerðum í bæjarfélögunum tveimur. Samkvæmt reglugerð ráðherra skal byggðakvótanum úthlutað til minni byggðarfélaga sem hafa lent í vandræðum vegna samdráttar í sjávarútvegi eða til byggðarlaga sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á aflaheimildum. Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir að miðað við þetta fái þau sveitarfélög mestan byggðakvóta sem hafi farið verst út úr breytingum á kvótakerfinu. Enda hafi um það verið rætt þegar kerfinu var breytt með línuívilnun og fleiru. Hann segir byggðakvótann farinn að standa undir nafni þar sem honum sé útdeilt eftir þörfum hvers byggðarlags. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að byggðakvóti sé tilviljanakennd útdeiling á verðmætum þar sem engum ákveðnum skynsamlegum reglum sé fylgt. Aðeins pólitískur vilji ráði för. Því segist Lúðvík velta því alvarlega fyrir sér hvort það taki því að standa í því að deila út byggðakvóta. Auk þess letji þetta útgerðir í því að efla sig og styrkja innan kvótakerfisins þar sem þeim sé hegnt fyrir það. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir að úthlutun byggðakvótans sýni hversu gallað kvótakerfið sé. Byggðarlög eigi sér ekki viðreisnar von ef veiði leggist niður á einni tegund. Útgerðir geti ekki tekið til við að veiða aðrar tegundir þrátt fyrir að nægur fiskur sé á heimamiðum þessara byggðarlaga. Það telur Magnús vera afleitt. Hins vegar beri að virða það að stjórnvöld sýni ákveðinn vilja til að rétta þessum byggðarlögum hjálparhönd. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra úthlutaði í gær 3.200 þorskígilda byggðakvóta til fjörutíu byggðarlaga fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Sjö umsóknum um byggðakvóta var hafnað. Ekki var úthlutað til byggðarlaga með fleiri en 1.500 íbúa. Stykkishólmur og Siglufjörður fengu úthlutað mestum byggðakvóta, 205 þorskígildistonn hvort bæjarfélag. Mikill samdráttur hefur orðið í rækju- og skelfiskveiðum hjá útgerðum í bæjarfélögunum tveimur. Samkvæmt reglugerð ráðherra skal byggðakvótanum úthlutað til minni byggðarfélaga sem hafa lent í vandræðum vegna samdráttar í sjávarútvegi eða til byggðarlaga sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á aflaheimildum. Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir að miðað við þetta fái þau sveitarfélög mestan byggðakvóta sem hafi farið verst út úr breytingum á kvótakerfinu. Enda hafi um það verið rætt þegar kerfinu var breytt með línuívilnun og fleiru. Hann segir byggðakvótann farinn að standa undir nafni þar sem honum sé útdeilt eftir þörfum hvers byggðarlags. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að byggðakvóti sé tilviljanakennd útdeiling á verðmætum þar sem engum ákveðnum skynsamlegum reglum sé fylgt. Aðeins pólitískur vilji ráði för. Því segist Lúðvík velta því alvarlega fyrir sér hvort það taki því að standa í því að deila út byggðakvóta. Auk þess letji þetta útgerðir í því að efla sig og styrkja innan kvótakerfisins þar sem þeim sé hegnt fyrir það. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir að úthlutun byggðakvótans sýni hversu gallað kvótakerfið sé. Byggðarlög eigi sér ekki viðreisnar von ef veiði leggist niður á einni tegund. Útgerðir geti ekki tekið til við að veiða aðrar tegundir þrátt fyrir að nægur fiskur sé á heimamiðum þessara byggðarlaga. Það telur Magnús vera afleitt. Hins vegar beri að virða það að stjórnvöld sýni ákveðinn vilja til að rétta þessum byggðarlögum hjálparhönd.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira