Hrun í rækju- og skelfiskveiðum bætt 7. desember 2004 00:01 Sjávarútvegsráðherra úthlutaði í gær 3.200 þorskígilda byggðakvóta til fjörutíu byggðarlaga fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Sjö umsóknum um byggðakvóta var hafnað. Ekki var úthlutað til byggðarlaga með fleiri en 1.500 íbúa. Stykkishólmur og Siglufjörður fengu úthlutað mestum byggðakvóta, 205 þorskígildistonn hvort bæjarfélag. Mikill samdráttur hefur orðið í rækju- og skelfiskveiðum hjá útgerðum í bæjarfélögunum tveimur. Samkvæmt reglugerð ráðherra skal byggðakvótanum úthlutað til minni byggðarfélaga sem hafa lent í vandræðum vegna samdráttar í sjávarútvegi eða til byggðarlaga sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á aflaheimildum. Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir að miðað við þetta fái þau sveitarfélög mestan byggðakvóta sem hafi farið verst út úr breytingum á kvótakerfinu. Enda hafi um það verið rætt þegar kerfinu var breytt með línuívilnun og fleiru. Hann segir byggðakvótann farinn að standa undir nafni þar sem honum sé útdeilt eftir þörfum hvers byggðarlags. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að byggðakvóti sé tilviljanakennd útdeiling á verðmætum þar sem engum ákveðnum skynsamlegum reglum sé fylgt. Aðeins pólitískur vilji ráði för. Því segist Lúðvík velta því alvarlega fyrir sér hvort það taki því að standa í því að deila út byggðakvóta. Auk þess letji þetta útgerðir í því að efla sig og styrkja innan kvótakerfisins þar sem þeim sé hegnt fyrir það. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir að úthlutun byggðakvótans sýni hversu gallað kvótakerfið sé. Byggðarlög eigi sér ekki viðreisnar von ef veiði leggist niður á einni tegund. Útgerðir geti ekki tekið til við að veiða aðrar tegundir þrátt fyrir að nægur fiskur sé á heimamiðum þessara byggðarlaga. Það telur Magnús vera afleitt. Hins vegar beri að virða það að stjórnvöld sýni ákveðinn vilja til að rétta þessum byggðarlögum hjálparhönd. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra úthlutaði í gær 3.200 þorskígilda byggðakvóta til fjörutíu byggðarlaga fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Sjö umsóknum um byggðakvóta var hafnað. Ekki var úthlutað til byggðarlaga með fleiri en 1.500 íbúa. Stykkishólmur og Siglufjörður fengu úthlutað mestum byggðakvóta, 205 þorskígildistonn hvort bæjarfélag. Mikill samdráttur hefur orðið í rækju- og skelfiskveiðum hjá útgerðum í bæjarfélögunum tveimur. Samkvæmt reglugerð ráðherra skal byggðakvótanum úthlutað til minni byggðarfélaga sem hafa lent í vandræðum vegna samdráttar í sjávarútvegi eða til byggðarlaga sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á aflaheimildum. Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir að miðað við þetta fái þau sveitarfélög mestan byggðakvóta sem hafi farið verst út úr breytingum á kvótakerfinu. Enda hafi um það verið rætt þegar kerfinu var breytt með línuívilnun og fleiru. Hann segir byggðakvótann farinn að standa undir nafni þar sem honum sé útdeilt eftir þörfum hvers byggðarlags. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að byggðakvóti sé tilviljanakennd útdeiling á verðmætum þar sem engum ákveðnum skynsamlegum reglum sé fylgt. Aðeins pólitískur vilji ráði för. Því segist Lúðvík velta því alvarlega fyrir sér hvort það taki því að standa í því að deila út byggðakvóta. Auk þess letji þetta útgerðir í því að efla sig og styrkja innan kvótakerfisins þar sem þeim sé hegnt fyrir það. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir að úthlutun byggðakvótans sýni hversu gallað kvótakerfið sé. Byggðarlög eigi sér ekki viðreisnar von ef veiði leggist niður á einni tegund. Útgerðir geti ekki tekið til við að veiða aðrar tegundir þrátt fyrir að nægur fiskur sé á heimamiðum þessara byggðarlaga. Það telur Magnús vera afleitt. Hins vegar beri að virða það að stjórnvöld sýni ákveðinn vilja til að rétta þessum byggðarlögum hjálparhönd.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira