Ráðherra sakaður um ósannindi 7. desember 2004 00:01 Formaður Vinstri-grænna ræddi Íraksmálin enn og aftur í upphafi þingfundar í dag. Hann sakaði forsætisráðherra um ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þar sem Íraksmálin bar á góma. Stjórnarandstaðan segir að formenn stjórnarflokkanna hafi brotið þingskaparlög með því að setja Ísland á lista hinna viljugu þjóða, án þess að ákvörðunin kæmi til umræðu í þinginu eða í utanríkismálanefnd. Þeir vilja að aðdragandinn verði rannsakaður og hafa borið upp þingsályktunartillögu um það. Ítrekað hefur þurft að fresta umræðu um hana vegna fjarveru forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Enn og aftur var tekist á um málið á Alþingi í dag og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var sakaður um að hafa farið með ósannindi í viðtali við Kastljós Sjónvarpsins í gær þegar hann sagði málið hafa verið margrætt í utanríkismálanefnd. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði þetta vera brot á 24. grein laga um þingsköp Alþingis um samráðsskyldu ríkisstjórnar við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. „Það er ósvífið að gefa annað til kynna, jafnvel þótt menn séu í nauðvörn með vondan málstað í sjónvarpsþætti,“ sagði Steingrímur og bætti við að reyndir stjórnmálamenn ættu að kunna betur en að fara þrisvar út af sporinu hvað sannleikann varðar, líkt og forsætisráðherra hafi gert í Kastljósinu. Hann kvaðst ennfremur vera farinn að halda að Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og þáverandi forsætisráðherra, hafi einn tekið ákvörðunina um að styðja innrásins í Írak og einfaldlega tilkynnt Halldóri um hana símleiðis. Halldór sagði þessi mál hafa verið margrædd á Alþingi. „En ef ég man rétt þá var Alþingi farið heim vegna þingkosninga þegar innrásin átti sér stað. Og það vill svo til að eftir þessa alvarlegu atburði, og þær ákvarðanir sem voru teknar, þá fóru fram kosningar í landinu,“ sagði Halldór. Eftir líflega Íraksumræðu fóru þingmenn aftur í hár saman eftir að Halldór Ásgrímsson fékk að taka til máls þrisvar en í þingsköpum segir að enginn megi tala oftar en tvisvar í umræðum um fundarstjórn forseta. Forseti þingsins vísaði í stjórnarskrána því til stuðnings en við lítinn fögnuð. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira
Formaður Vinstri-grænna ræddi Íraksmálin enn og aftur í upphafi þingfundar í dag. Hann sakaði forsætisráðherra um ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þar sem Íraksmálin bar á góma. Stjórnarandstaðan segir að formenn stjórnarflokkanna hafi brotið þingskaparlög með því að setja Ísland á lista hinna viljugu þjóða, án þess að ákvörðunin kæmi til umræðu í þinginu eða í utanríkismálanefnd. Þeir vilja að aðdragandinn verði rannsakaður og hafa borið upp þingsályktunartillögu um það. Ítrekað hefur þurft að fresta umræðu um hana vegna fjarveru forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Enn og aftur var tekist á um málið á Alþingi í dag og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var sakaður um að hafa farið með ósannindi í viðtali við Kastljós Sjónvarpsins í gær þegar hann sagði málið hafa verið margrætt í utanríkismálanefnd. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði þetta vera brot á 24. grein laga um þingsköp Alþingis um samráðsskyldu ríkisstjórnar við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. „Það er ósvífið að gefa annað til kynna, jafnvel þótt menn séu í nauðvörn með vondan málstað í sjónvarpsþætti,“ sagði Steingrímur og bætti við að reyndir stjórnmálamenn ættu að kunna betur en að fara þrisvar út af sporinu hvað sannleikann varðar, líkt og forsætisráðherra hafi gert í Kastljósinu. Hann kvaðst ennfremur vera farinn að halda að Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og þáverandi forsætisráðherra, hafi einn tekið ákvörðunina um að styðja innrásins í Írak og einfaldlega tilkynnt Halldóri um hana símleiðis. Halldór sagði þessi mál hafa verið margrædd á Alþingi. „En ef ég man rétt þá var Alþingi farið heim vegna þingkosninga þegar innrásin átti sér stað. Og það vill svo til að eftir þessa alvarlegu atburði, og þær ákvarðanir sem voru teknar, þá fóru fram kosningar í landinu,“ sagði Halldór. Eftir líflega Íraksumræðu fóru þingmenn aftur í hár saman eftir að Halldór Ásgrímsson fékk að taka til máls þrisvar en í þingsköpum segir að enginn megi tala oftar en tvisvar í umræðum um fundarstjórn forseta. Forseti þingsins vísaði í stjórnarskrána því til stuðnings en við lítinn fögnuð.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira