Ráðherra sakaður um ósannindi 7. desember 2004 00:01 Formaður Vinstri-grænna ræddi Íraksmálin enn og aftur í upphafi þingfundar í dag. Hann sakaði forsætisráðherra um ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þar sem Íraksmálin bar á góma. Stjórnarandstaðan segir að formenn stjórnarflokkanna hafi brotið þingskaparlög með því að setja Ísland á lista hinna viljugu þjóða, án þess að ákvörðunin kæmi til umræðu í þinginu eða í utanríkismálanefnd. Þeir vilja að aðdragandinn verði rannsakaður og hafa borið upp þingsályktunartillögu um það. Ítrekað hefur þurft að fresta umræðu um hana vegna fjarveru forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Enn og aftur var tekist á um málið á Alþingi í dag og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var sakaður um að hafa farið með ósannindi í viðtali við Kastljós Sjónvarpsins í gær þegar hann sagði málið hafa verið margrætt í utanríkismálanefnd. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði þetta vera brot á 24. grein laga um þingsköp Alþingis um samráðsskyldu ríkisstjórnar við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. „Það er ósvífið að gefa annað til kynna, jafnvel þótt menn séu í nauðvörn með vondan málstað í sjónvarpsþætti,“ sagði Steingrímur og bætti við að reyndir stjórnmálamenn ættu að kunna betur en að fara þrisvar út af sporinu hvað sannleikann varðar, líkt og forsætisráðherra hafi gert í Kastljósinu. Hann kvaðst ennfremur vera farinn að halda að Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og þáverandi forsætisráðherra, hafi einn tekið ákvörðunina um að styðja innrásins í Írak og einfaldlega tilkynnt Halldóri um hana símleiðis. Halldór sagði þessi mál hafa verið margrædd á Alþingi. „En ef ég man rétt þá var Alþingi farið heim vegna þingkosninga þegar innrásin átti sér stað. Og það vill svo til að eftir þessa alvarlegu atburði, og þær ákvarðanir sem voru teknar, þá fóru fram kosningar í landinu,“ sagði Halldór. Eftir líflega Íraksumræðu fóru þingmenn aftur í hár saman eftir að Halldór Ásgrímsson fékk að taka til máls þrisvar en í þingsköpum segir að enginn megi tala oftar en tvisvar í umræðum um fundarstjórn forseta. Forseti þingsins vísaði í stjórnarskrána því til stuðnings en við lítinn fögnuð. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira
Formaður Vinstri-grænna ræddi Íraksmálin enn og aftur í upphafi þingfundar í dag. Hann sakaði forsætisráðherra um ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þar sem Íraksmálin bar á góma. Stjórnarandstaðan segir að formenn stjórnarflokkanna hafi brotið þingskaparlög með því að setja Ísland á lista hinna viljugu þjóða, án þess að ákvörðunin kæmi til umræðu í þinginu eða í utanríkismálanefnd. Þeir vilja að aðdragandinn verði rannsakaður og hafa borið upp þingsályktunartillögu um það. Ítrekað hefur þurft að fresta umræðu um hana vegna fjarveru forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Enn og aftur var tekist á um málið á Alþingi í dag og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var sakaður um að hafa farið með ósannindi í viðtali við Kastljós Sjónvarpsins í gær þegar hann sagði málið hafa verið margrætt í utanríkismálanefnd. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði þetta vera brot á 24. grein laga um þingsköp Alþingis um samráðsskyldu ríkisstjórnar við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. „Það er ósvífið að gefa annað til kynna, jafnvel þótt menn séu í nauðvörn með vondan málstað í sjónvarpsþætti,“ sagði Steingrímur og bætti við að reyndir stjórnmálamenn ættu að kunna betur en að fara þrisvar út af sporinu hvað sannleikann varðar, líkt og forsætisráðherra hafi gert í Kastljósinu. Hann kvaðst ennfremur vera farinn að halda að Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og þáverandi forsætisráðherra, hafi einn tekið ákvörðunina um að styðja innrásins í Írak og einfaldlega tilkynnt Halldóri um hana símleiðis. Halldór sagði þessi mál hafa verið margrædd á Alþingi. „En ef ég man rétt þá var Alþingi farið heim vegna þingkosninga þegar innrásin átti sér stað. Og það vill svo til að eftir þessa alvarlegu atburði, og þær ákvarðanir sem voru teknar, þá fóru fram kosningar í landinu,“ sagði Halldór. Eftir líflega Íraksumræðu fóru þingmenn aftur í hár saman eftir að Halldór Ásgrímsson fékk að taka til máls þrisvar en í þingsköpum segir að enginn megi tala oftar en tvisvar í umræðum um fundarstjórn forseta. Forseti þingsins vísaði í stjórnarskrána því til stuðnings en við lítinn fögnuð.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira