Fjárlögin samþykkt á Alþingi 4. desember 2004 00:01 Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi í dag. Reiknað er með 10 milljarða rekstrarafgangi á fjárlögum. Halldór Ásgrímsson vildi fyrir sjö árum að Mannréttindaskrifstofan fengi fé beint frá Alþingi en flokksmenn hans felldu slíka tillögu í dag ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þriðju umræðu um fjárlög var framhaldið í morgun. Fulltrúar meiri- og minnihlutans tjáðu sig um fjárlögin í upphafi þingfundar. Einar Már Sigurðarson Samfylkingunni sagði að svo virtist sem enn ætti að halda áfram blekkingarleiknum, þrátt fyrir að í gær hafi komið ný þjóðhagsspá frá Seðlabankanum sem sýndi fram á að forsendur fjárlaganna væru nær allar brostnar Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að í frumvarpinu endurspeglaðist sterk og góð staða ríkissjóðs. Framundan væri aukinn hagvöxtur og aukinn kaupmáttur almennings. „Niðurstaða frumvarpsins er góður tekjuafgangur upp á um tíu miljarða króna sem er mun betri árangur en þekkist í flestum okkar samanburðarlanda,“ sagði Magnús. Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar voru síðan allar felldar ein á eftir annarri, en hæst reis umræðan um tillögu allra þingmanna stjórnarandstöðunnar um að Mannréttindaskrifstofu Íslands yrði tryggð áfram fjárframlög frá Alþingi, en í fjárlagafrumvarpinu var ekki gert ráð fyrir framlagi til skrifstofunnar. Meirihluti stjórnarandstöðunnar gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni sagði eitthvað rotið í innviðum þess stjórnkerfis sem ekki vill styðja við bakið á starfsemi sjálfstæðrar mannréttindaskrifstofu. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum sagðist ekki sjá betur en að eitthvað væri rotið við afstöðu ríkisstjórnarinnar til mannréttindamála almennt. Lúðvík Bergvinsson Samfylkingunni sagði að fyrir nokkrum árum hafi formaður Framsóknarflokksins og núverandi forsætsiráðherra, Halldór Ásgrímsson, ritað minnisblað til ríkisstjórnarinnar þar sem hann taldi að til þess að tryggja sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu yrðu framlög að koma beint frá Alþingi; það gengi ekki að þau kæmu frá einhverju tilteknu ráðuneyti. Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingunnni spurði hvort Framsóknarflokkurinn ætlaði að taka þátt í aðför Sjálfstæðisflokksins að Mannréttindaskrifstofu Íslands Framsóknarmenn, að undanskildum Kristni H. Gunnarssyni, fylgdu ekki þeirri skoðun formanns síns sem hann setti fyrir sex árum og felldu tillöguna ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi laust eftir hádegi í dag með 31 atkvæði gegn 24. Átta voru fjarstaddir. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi í dag. Reiknað er með 10 milljarða rekstrarafgangi á fjárlögum. Halldór Ásgrímsson vildi fyrir sjö árum að Mannréttindaskrifstofan fengi fé beint frá Alþingi en flokksmenn hans felldu slíka tillögu í dag ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þriðju umræðu um fjárlög var framhaldið í morgun. Fulltrúar meiri- og minnihlutans tjáðu sig um fjárlögin í upphafi þingfundar. Einar Már Sigurðarson Samfylkingunni sagði að svo virtist sem enn ætti að halda áfram blekkingarleiknum, þrátt fyrir að í gær hafi komið ný þjóðhagsspá frá Seðlabankanum sem sýndi fram á að forsendur fjárlaganna væru nær allar brostnar Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að í frumvarpinu endurspeglaðist sterk og góð staða ríkissjóðs. Framundan væri aukinn hagvöxtur og aukinn kaupmáttur almennings. „Niðurstaða frumvarpsins er góður tekjuafgangur upp á um tíu miljarða króna sem er mun betri árangur en þekkist í flestum okkar samanburðarlanda,“ sagði Magnús. Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar voru síðan allar felldar ein á eftir annarri, en hæst reis umræðan um tillögu allra þingmanna stjórnarandstöðunnar um að Mannréttindaskrifstofu Íslands yrði tryggð áfram fjárframlög frá Alþingi, en í fjárlagafrumvarpinu var ekki gert ráð fyrir framlagi til skrifstofunnar. Meirihluti stjórnarandstöðunnar gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni sagði eitthvað rotið í innviðum þess stjórnkerfis sem ekki vill styðja við bakið á starfsemi sjálfstæðrar mannréttindaskrifstofu. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum sagðist ekki sjá betur en að eitthvað væri rotið við afstöðu ríkisstjórnarinnar til mannréttindamála almennt. Lúðvík Bergvinsson Samfylkingunni sagði að fyrir nokkrum árum hafi formaður Framsóknarflokksins og núverandi forsætsiráðherra, Halldór Ásgrímsson, ritað minnisblað til ríkisstjórnarinnar þar sem hann taldi að til þess að tryggja sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu yrðu framlög að koma beint frá Alþingi; það gengi ekki að þau kæmu frá einhverju tilteknu ráðuneyti. Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingunnni spurði hvort Framsóknarflokkurinn ætlaði að taka þátt í aðför Sjálfstæðisflokksins að Mannréttindaskrifstofu Íslands Framsóknarmenn, að undanskildum Kristni H. Gunnarssyni, fylgdu ekki þeirri skoðun formanns síns sem hann setti fyrir sex árum og felldu tillöguna ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi laust eftir hádegi í dag með 31 atkvæði gegn 24. Átta voru fjarstaddir.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira