Innlent

Sló mann með bjórflösku

Hæstiréttur staðfesti þrjátíu daga fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni fyrir að hafa slegið annan mann í andlitið með bjórflösku. Sá sem varð fyrir árásinni missti framtönn. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sérákvæði þar sem hann taldi að sýkna ætti manninn. Samkvæmt framburði vitna hefði höggið ekki verið kröftugt og sá sem varð fyrir árásinni sagði manninn hafa otað að sér flöskunni. Taldi hann ósannað að ætlunin hefði verið að veita áverkann sem maðurinn hlaut.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×