Innlent

Fallist á fyrsta hlutann

Skipulagsstofnun hefur fallist á fyrsta hluta Sundabrautar, með skilyrðum. Fyrsti áfangi er frá Sæbraut yfir Kleppsvík að Hallsvegi og Strandvegi. Það voru þrjár leiðir sem rætt var um, hábrú eða botngöng um leið 1, sem er frá Holtagörðum og yfir og síðan eyjaleið, sem liggur á uppfyllingu frá Elliðavogi. Skipulagsstofnun fellst á allar leiðirnar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, en þau eru mismunandi eftir því um hvaða leið er að ræða. Skilyrðin lúta fyrst og fremst að mengun og raski á lífríki og náttúru, en einnig er tekið tillit til annarrar umferðar en bílaumferðar, það er gangandi og hjólandi. sem og áhrifanna á hafnarsvæðið. Framkvæmdir við Sundabraut gætu hafist síðla næsta árs og er framkvæmdatíminn 3 til 4 ár. Leiðirnar eru misdýrar eða frá rúmlega 7 milljörðum upp í liðlega 134 milljarða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×