Innlent

Eldur í Grensáskaffi

Eldur kom upp í Grensáskaffi í Reykjavík rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Allar stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru kallaðar út. Lítið mál reyndist að slökkva eldinn sem virðist hafa komið upp nálægt uppþvottavél í eldhúsi kaffihússins. Húsið var mannlaust og því var enginn í hættu. Talsverður reykur myndaðist en að öðru leyti urðu skemmdir á húsnæði litlar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×