Innlent

Ánægja á Ísafirði

Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkti samhljóða tillögu þar sem ánægju er lýst með að samninganefndir hafi loks náð samkomulagi og þakkaði kennurum fyrir þá ábyrgð sem þeir hefðu sýnt í launadeilu liðinna vikna. Ísfirskir kennarar mættu til starfa að lokinni lagasetningu, annað en margir kollegar þeirra annars staðar á landinu. Þeir mótmæltu lagasetningunni þó með því að mæta svartklæddir. Í ályktun bæjarstjórnarinnar segir að þeir hafi virt landslög og komið til vinnu sinnar þótt þeir væru ósáttir við lögin, þá hafi þeir sýnt óánægju sína með táknrænum hætti í stað þess að láta hana bitna á almennu skólastarfi og nemendum grunnskólanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×