Innlent

BSRB mótmælir kennaralögunum

BSRB mótmælir harðlega lögum sem sett voru á kjaradeilu kennara og sveitarfélaga en lýsir jafnframt ánægju yfir því að Kennarasamband Íslands hafi ákveðið að ganga til samninga í stað þess að lúta vilja ríkisvaldsins um að hlíta niðurstöðum gerðardóms. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar bandalagsins sem haldinn var í gær. Í ályktuninni er launaleynd hjá ríki og sveitarfélögum einnig mótmælt sem könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands bendir til að sé að færast í aukana. Tæpur helmingur aðspurðra starfsmanna sögðu að launaleynd tíðkaðist á sínum vinnustað en samkvæmt BSRB stenst slíkt ekki landslög því samkvæmt upplýsingalögum beri að upplýsa um öll föst launakjör á opinberum vinnustöðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×