Innlent

Stórt skref í átt að áframhaldi

Davíð Oddsson segir stórt skref hafa verið stigið í þá átt að varnarliðið í Keflavík verði áfram hér á landi á fundi hans og Colin Powell, sem lauk í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna fyrir stundu. Davíð segir að ákveðið hafi verið að halda viðræðum áfram í janúar, en utanríkisráðherrann bandaríski hafi gefið það sterklega til kynna að ekki kæmi til greina að taka varnarliðið héðan. Ekki er ljóst hvort það verður fráfarnadi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Colin Powell, eða tilvonandi ráðherra, Condoleeza Rice, sem ræðir við íslensk stjórnvöld í janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×