Innlent

Alcoa reisir rafskautaverksmiðju

Alþjóðlega álfyrirtækið Alcoa hyggst reisa rafskautaverksmiðju í bænum Mosjoen í Noregi, þar sem meðal annars verður framleitt rafskaut fyrir Fjarðaál. Verksmiðjan verður sameiginlega í eigu Alcoa og norska málmfyrirtækisins Elkem og nemur heildarfjárfestingin rúmlega 21 milljarði íslenskra króna. Þar af nemur fjárfesting Alcoa um 19 milljörðum króna. Áformað er að verksmiðjan muni hefja framleiðslu í árslok 2007. Rafskautaverksmiðjan mun bæði framleiða rafskaut fyrir Alcoa Fjarðaál og álver sem Alcoa og Elkem starfrækja nú þegar í Mosjoen. Framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar hefjast um leið og samþykki norskra stjórnvalda liggur fyrir en reiknað er með því að um 80 varanleg störf muni skapast í tengslum við starfsemi hennar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×