Innlent

Áshreppur sýknaður

Byggðasamlag Húnavallaskóla og Áshreppur voru sýknuð af kröfu móður heyrnarskertrar stúlku um greiðslu kostnaðar vegna búsetu í Reykjavík, sem nauðsynleg var vegna fötlunar stúlkunnar. Móður stúlkunnar stefndi byggðasamlagi Húnavallaskóla og Áshreppi vegna málsins en forsega málsins er sú að þegar stúlkan var tveggja ára gömul kom í ljós að hún var verulega heyrnarskert en hún var þá búsett í Áshreppi. Þá hafi reynst nauðsynlegt að koma stúlkunni inn á leikskólan Sólborg í Reykjavík, eina leikskóla landsins sem var sérstaklega ætlaður heyrnarskertum börnum. Þegar stúlkan svo náði grunnskólaaldri fór hún í Vesturhlíðarskóla. Af þessum sökum stofnuðu foreldrar stúlkunnar annað heimili í Reykjavík og var móðir hennar búsett þar. Áshreppur greiddi húsaleigu, hita og rafmagn fyrir síma og fastagjald fyrir síma í fimm ár en um áramót 2001 og 2002 var þeim greiðslum hætt og borið við fjárskorti. Óformlega var því borið við að hún væri flutt úr hreppnum en konan hafði þá slitið sambúð við mann sinn sem enn var búsettur í Áshreppi. Áður hafði héraðsdómur fallist á það með byggðarsamlagi Húnavallaskóla að málinu yrði vísað frá dómi en Hæstiréttur sendi það aftur í hérað sem nú kemst að þeirri niðurstöðu að sýkna beri hreppinn og byggðasamlagið af kröfunni. Miðað dómurinn við þá niðurstöðu að deilt væri um lög um grunnskóla en ekki um félagslegar skyldur sveitarfélaga. Kostnaður af skólagöngunni í Reykjavík hafi verið greiddur en engin lagastoð sé fyrir því að greiða umframkostnað af dvöl þar í borg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×