Innlent

Ósáttir við yfirmanninn

Íslensku friðargæsluliðarnir sem lentu í sjálfsmorðsárás í Kabúl í síðast mánuði eru ósáttir við afgreiðslu Hallgríms Sigurðssonar, yfirmanns þeirra, á atburðunum. Þeir segja hann hafa lýst þeim með orðunum "Shit happens" og því hafi þeir klæðst stuttermabolum með þeirri áletrun. Íslensku friðargæsluliðarnir þrír sem særðust í sjálfsmorðssprengjuárásinni í Kabúl hafa ekki mikið viljað tjá sig um atburðina eða eftirmál þeirra síðan þeir komu heim. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir umfjöllun og umræður, til að mynda um stuttermaboli með áletruninni "Shit Happens" sem þeir hafa klæðst. Við komuna til landsins sögðu þeir við Robert Marshall að ekki væri um að ræða gagnrýni á yfirmann sinn.Konur friðargæsluliðanna eru ekki sáttar við þá ímynd sem þeim finnst hafa verið dregin upp af mönnunum sínum í umræðunni, og sendu í dag frá sér yfirlýsingu, þar sem segir að dregin hafi verið upp mynd af hrokagikkjum. Þeir hafi ekki getað tjáð sig eins og þeir hafi viljað og nú sé kominn tími til þess að leiðrétta þá mynd sem dregin hafi verið upp. Konurnar segja hins vegar að skýringin á bolunum sé tilkomin vegna óánægju mannanna með yfirmann sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×