Innlent

Góð stemmning hjá Sjónarhóli

Brosandi andlit og einlæg stemmning einkenndu andrúmsloftið á Háaleitisbraut 13 í dag, þar sem haldið var upp á að langþráð ráðgjafamiðstöð fyrir aðstandendur langveikra barna var tekin í notkun. Eins og sjá má var gleðin fölskvalaus hjá þeim sem héldu upp á opnun Ráðgjafamiðstöðvar Sjónarhóls, sem ætlað er að veita foreldrum og aðstandendum langveikra barna margvíslega þjónustu. Fyrir ári síðan söfnuðust um 60 milljónir króna í landssöfnun sem bar heitið: „Fyrir sérstök börn til betra lífs." Þeim fjármunum var varið til kaupa á húsnæði að Háaleitisbraut 13, undir rekstur ráðgjafamiðstöðvar Sjónarhóls, sem verður væntanlega tekið fagnandi af fjölmörgum. Ragna K. Marínósdóttir, formaður stjórnar Sjónarhóls, segir að miðstöðin muni hjálpa foreldrum og aðstandendum langveikra barna gífurlega að fóta sig í þeim frumskógi sem kerfið geti verið. Miðstöðin muni koma í veg fyrir að fólk rekist sífellt á veggi í kerfinu. Hún segist vonast til þess að nú muni fólk strax hugsa um Sjónarhól ef því vantar aðstoð varðandi úrræði barna sinna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×