Innlent

Eru ekki tilfinningalausir

Shit Happens. Þannig lýsti Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður íslenski friðargæslunnar í Kabúl, atburðunum þegar sjálfsmorðsárás var gerð á íslenska friðargæsluliða, samkvæmt yfirlýsingu eiginkvenna og unnusta friðargæsluliðana. Þrettán ára gömul stúlka og bandarísk kona fórust í árásinni. Eiginkonur og unnustur íslensku friðargæsluliðana, sem urðu fyrir árás í Kabúl í Afganistan í síðasta mánuðu, hafa sent frá sér yfirlýsingu. Þar segir meðal annars að sú umræða sem fram far í fjölmiðlum, þar sem dregin sé upp mynd af tilfinningalausum hrokagikkjum sem láta sig mannslífin engu skipta, sé kominn langt umfram það sem þolanlegt er og hafi djúp áhrif á fjölskyldur þeirra. Mennirnir hafi unnið það eitt til saka að gæta öryggis yfirmanns síns sem þurfti í verslunarferð, en þá hafi sá hörmulegi atburður átt sér stað að á þá var gerð sjálfsmorðssprengjuárás með þeim afleiðingum að tvær saklausar manneskjur létust og átta særðust, þar af þrír þeirra. Rekja þær umtalið til stuttermabola sem friðargæsluliðarnir klæddust við heimkomuna, þar sem á stóð "shit happens", sé rót umræðunnar. Aldrei hafi komið fram hvaðan þessi frasi komi, og rétt sé að bæta úr því. Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður friðargæsluliðsins í Kabúl, er sagður hafa notað þessi orð til að lýsa atburðunum í Chicken Street. Í yfirlýsingu eiginkvenna og unnusta friðargæsluliðana segir að bolirnir hafi verið leið þeirra til að tjá andúð sína við þessar ósmekklegu afgreiðslu Hallgríms.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×