Innlent

Tveggja vikna gæsluvarðhald

Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur ásamt hollenskri konu verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir fíkniefnasmygl. Konan flutti nokkur hundruð grömm af kókaíni til landsins innvortis og voru þau handtekin þegar maðurinn gerði sig líklegan til að sækja fíkniefnin til hennar á hótel í Reykjavík. Karlmaðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála en lögregla telur rannsókn málsins á frumstigi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×