Innlent

Útsvarið hækkar í Reykjavík

Reykjavíkurborg mun taka upp hámarksútsvar frá áramótum og hækka fasteignaskatta, samkvæmt ákvörðun meirihluta R-listans í dag. Þetta þýðir að útsvar borgarbúa fer úr 12,7 prósentum upp í 13,03 prósent sem er hækkun um 0,33 prósentustig. Þessar skattahækkanir eru taldar skila borgarsjóði um 870 milljóna króna tekjuauka á næsta ári. Í tilkynningu frá forystu R-listans segir að áætlaður tekjuauki verði notaður til að greiða niður skuldir eða til að mæta hugsanlegum launahækkunum og bent á að kostnaðarauki vegna miðlunartillögu sem grunnskólakennarar felldu á dögunum hafi numið um 900 milljónum króna fyrir næsta ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×