Innlent

Vélarvana bátur skaut neyðarblysi

Fjórar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Eyjarfirði voru kallaðar út um klukkan hálffimm í dag eftir að tilkynning barst um að neyðarblys hefði sést innarlega í Eyjafirði. Fljótlega eftir að tveir bátar björgunarsveita farnir af stað til leitar um fimmleytið barst tilkynning frá trillu að hún hefði komið að vélarvana hraðbát innarlega í firðinum og myndi hún taka hana í tog til hafnar. Eftir að staðfesting fékkst frá áhöfn hraðbátsins um að hún hefði skotið upp neyðarblysinu var leit afturkölluð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×