Innlent

Nýr meirihluti í Eyjum

Lúðvík Bergvinsson og Arnar Sigurmundsson skrifuðu í gærkvöld undir viljayfirlýsingu um nýtt meirihlutasamstarf Vestmannaeyjalista og Sjálfstæðisflokks. Sex bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans eru sem sagt búnir að mynda meirihluta með einum bæjarfulltrúa Sjálfsstæðisflokks. Samkomulagið er undir orðunum „Friður og framfarir." Vestmannaeyjalistinn var áður í samstarfi við Framsóknarflokk í bæjarstjórn en svo virðist sem trúnaðarbrestur hafi orðið til þess að fella meirihlutann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×