Innlent

Frumvarpið verði endurskoðað

Stjórn Kennarasambands Íslands skorar á ríkisstjórnina og Alþingi að endurskoða frumvarp til laga um kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum með það að leiðarljósi að kennarar verði ekki sendir inn í skólana með óbreytt kjör. Sambandið vill með öðrum orðum ekki að bið verði á kjarabótum kennara eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Nú klukkan tíu ætluðu kennarar að fjölmenna á Austurvöll til að mótmæla fyrirhugaðri lagasetningu en eftir hálfa klukkustund verður frumvarpið tekið til annarar umræðu á Alþingi. Kennarasambandið krefst þess að tímafrestir verði styttir þannig að málinu öllu geti verið lokið fyrir áramót. Fregnir hafa borist af því að margir kennarar, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu ætli að óbreyttu að mótmæla lagasetningunni með því að boða veikindaforföll á mánudag eða jafnvel mæta í vinnuna til þess eins að afhenda uppsagnarbréf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×