Innlent

Breytingar ekki fyrirhugaðar

Robert S. McCormick ofursti tók í gær við stöðu yfirmanns Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli af Noel G. Preston flotaforingja. Við athöfnina voru fluttar ræður en í þeim voru ekki boðaðar breytingar á starfsemi Varnarliðsins. Í máli nýja yfirmannsins, eftir athöfnina, kom fram að allar mögulegar breytingar á starfseminni byggðust á samkomulagi Íslands og Bandaríkjanna og að enn hafi ekki verið teknar neinar ákvarðanir í þeim efnum. Á þriðjudag hittast utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna, Davíð Oddsson og Colin Powell, og ræða stöðu varnarmála. Við yfirmannaskiptin á Vellinum flutti einnig ræðu Charles F. Wald hershöfðingi, aðstoðaryfirmaður Evrópuherstjórnar Bandaríkjahers. Í tilkynningu Varnarliðsins kemur fram að Noel G. Preston flotaforingi taki nú við framkvæmdastjórastarfi á vegum Evrópudeildar Bandaríkjaflota í Napolí á Ítalíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×