Innlent

Stóraukinn nautakjötsinnflutningur

Nautakjöt er flutt inn til landsins í mun meiri mæli en í fyrra, segir Landssamband kúabænda eftir að hafa kannað gögn frá Hagstofu Íslands. Frá því í janúar og út september hafa verið flutt til landsins 45 tonn af nautakjöti, en á sama tíma í fyrra voru flutt inn 12 tonn. "Langmest hefur verið flutt inn af frystum lundum, eða 22 tonn og er áætlað söluverðmæti um 60 til 70 milljónir króna," segir á vef Landssambandsins. Þar kemur jafnframt fram að ellefu fyrirtæki hafi fengið heimild til að flytja samtals inn 95 tonn af nautakjöti án tolla á tólf mánaða tímabili sem hófst í júlí í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×