Kennarar æfir 12. nóvember 2004 00:01 Megn óánægja er í röðum grunnskólakennara með frumvarp ríkisstjórnarinnar um að binda enda á verkfallið. Samninganefndir hafa mánuð til að semja, ella verður gerðardómi falið að ákveða launin. Formaður Kennarasambandsins segir að þetta sé svartur dagur og að menntamálaráðherra sé rúinn öllu trausti. Að afloknum ríkisstjórnarfundi og þingflokksfundum var þingfundur settur klukkan hálfellefu. Þar kynnti forsætisráðherra efni frumvarpsins sem ætlað er að höggva á hnút kennaraverkfallsins. Samkvæmt því verður verkfall kennara bannað og aðrar aðgerðir þeirra. Takist samninganefndum ekki að semja fyrir 15. desember verður skipaður þriggja manna gerðardómur sem komast skuli að niðurstöðu fyrir 31. mars 2005. Gerðardómur skal hafa hliðjsjón af almennri launaþróun, og skulu ákvarðanir hans vera afturvirkar til 15. desember. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að málinu væri iðulega stillt upp sem deilu á milli sveitarfélaga og kennara um kaup og kjör, en að það vildi gleymast hverjir sköðuðust mest. Auðvitað væru það börnin 45 þúsund, sem ekki fengju þá lögmætu kennslu sem þeim bæri samkvæmt lögum. Á sama tíma og Halldór kynnti efni frumvarpsins í ræðustól Alþingis ávarpaði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, grunnskólakennara í verkfallsmiðstöðinni á Engjateig. Hann sagði daginn svartan og aðgerðir Alþingismanna væru verri en nokkurn hefði órað fyrir. Eiríkur rakti síðan frumvarpið fyrir fundargestum, og það fór ítrekað óánægjukliður um salinn á meðan á þeim lestri stóð. Eiríkur sagði síðan að frumvarpið útskýrði af hverju launanefndin hefði ekki viljað semja við kennara. Löngu væri búið að ákveða það sem verið væri að gera nú. Eiríkur sagði að fulltrúar kennara hefðu varað ríkisstjórnina við því að veita þennan langa frest til samninga. Það væri í raun fullreynt. Hann sagði þann langa frest sem gerðardómurinn fengi hafa það í för með sér að fjölmargir kennarar myndu segja upp. Vel hefði verið hægt að ljúka starfi gerðardóms fyrir jól ef vilji væri fyrir hendi. Eiríkur vandaði menntamálaráðherra ekki kveðjurnar og sagðist efast um að nokkur menntamálaráðherra hefði rúið sig trausti kennara jafnfljótt. Steininn hafi þó tekið úr þegar ráðherra hafi svívirt kennara og skólastarf í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. Á annað hundrað kennarar fylgdust með umræðum frá þingpöllum og stóðu mótmælastöðu á Austurvelli til rúmlega eitt. Grunnskólakennarar fyrir utan Alþingi sögðu alla mjög reiða og ekki væri ólíklegt að fjöldauppsagnir yrðu á næstunni. Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Megn óánægja er í röðum grunnskólakennara með frumvarp ríkisstjórnarinnar um að binda enda á verkfallið. Samninganefndir hafa mánuð til að semja, ella verður gerðardómi falið að ákveða launin. Formaður Kennarasambandsins segir að þetta sé svartur dagur og að menntamálaráðherra sé rúinn öllu trausti. Að afloknum ríkisstjórnarfundi og þingflokksfundum var þingfundur settur klukkan hálfellefu. Þar kynnti forsætisráðherra efni frumvarpsins sem ætlað er að höggva á hnút kennaraverkfallsins. Samkvæmt því verður verkfall kennara bannað og aðrar aðgerðir þeirra. Takist samninganefndum ekki að semja fyrir 15. desember verður skipaður þriggja manna gerðardómur sem komast skuli að niðurstöðu fyrir 31. mars 2005. Gerðardómur skal hafa hliðjsjón af almennri launaþróun, og skulu ákvarðanir hans vera afturvirkar til 15. desember. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að málinu væri iðulega stillt upp sem deilu á milli sveitarfélaga og kennara um kaup og kjör, en að það vildi gleymast hverjir sköðuðust mest. Auðvitað væru það börnin 45 þúsund, sem ekki fengju þá lögmætu kennslu sem þeim bæri samkvæmt lögum. Á sama tíma og Halldór kynnti efni frumvarpsins í ræðustól Alþingis ávarpaði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, grunnskólakennara í verkfallsmiðstöðinni á Engjateig. Hann sagði daginn svartan og aðgerðir Alþingismanna væru verri en nokkurn hefði órað fyrir. Eiríkur rakti síðan frumvarpið fyrir fundargestum, og það fór ítrekað óánægjukliður um salinn á meðan á þeim lestri stóð. Eiríkur sagði síðan að frumvarpið útskýrði af hverju launanefndin hefði ekki viljað semja við kennara. Löngu væri búið að ákveða það sem verið væri að gera nú. Eiríkur sagði að fulltrúar kennara hefðu varað ríkisstjórnina við því að veita þennan langa frest til samninga. Það væri í raun fullreynt. Hann sagði þann langa frest sem gerðardómurinn fengi hafa það í för með sér að fjölmargir kennarar myndu segja upp. Vel hefði verið hægt að ljúka starfi gerðardóms fyrir jól ef vilji væri fyrir hendi. Eiríkur vandaði menntamálaráðherra ekki kveðjurnar og sagðist efast um að nokkur menntamálaráðherra hefði rúið sig trausti kennara jafnfljótt. Steininn hafi þó tekið úr þegar ráðherra hafi svívirt kennara og skólastarf í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. Á annað hundrað kennarar fylgdust með umræðum frá þingpöllum og stóðu mótmælastöðu á Austurvelli til rúmlega eitt. Grunnskólakennarar fyrir utan Alþingi sögðu alla mjög reiða og ekki væri ólíklegt að fjöldauppsagnir yrðu á næstunni.
Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira