Fordómar aukast hér á landi 12. nóvember 2004 00:01 Fordómar í garð útlendinga fara vaxandi hér á landi samkvæmt nýrri könnun. Svo virðist sem fordómarnir aukist eftir því sem útlendingum fjölgar. Alþjóðahús kynnti nýja könnun sem Gallup gerði um afstöðu Íslendinga til útlendinga. Um póstkönnun nvar að ræða, endanlegt úrtak var tæplega 2600 manns og fjöldi svarenda tæplega 1100 eða 66%. Spurt var hvort þeir sem flytja til íslands eigi rétt á að halda eigin siðum og venjum. Liðlega 64% er því mjög eða frekar sammála, en það er 13 prósentustigum færra heldur en fyrir fimm árum þegar viðlíka könnun var gerð. Þá var spurt hvort að leyfa ætti fleiri útlendingum að vinna hér á landi. Um 28% töldu að það ætti að gera, sem er 14 prósentustigum færra en árið 1999 og einnig var spurt hvort að Ísland ætti að taka við fleiri flóttamönnum. 27,5 % vilja það, en það er nærri 18 prósentustigum færra en í könnuninni 1999. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segir þetta ekki koma á óvart, en að gott sé að fá gruninn staðfestan. Hann segir að gefið verði út blað á sunnudaginn, þar sem upplýst verði hvernig afstaðn í samfélaginu sé í raun og veru, þannig að menn geti hagað umræðunni í samræmi við þann veruleika sem blasi við. Einar segir minna um að fordómarnir sýni sig í ofbeldi, meira sé um ósýnilega fordóma, sem sýni sig í annarri framkomu og þjónustu og þess háttar. Hann segir þörf á umræðu vegna þess að útlendingum hafi fjölgað hér á landi og slíkt leiði oft til fordóma. Hann segist vonast til þess að fljótlega verði hægt að ræða málin út frá þeirri stöðu sem hér er uppi, en ekki út frá því sem gerist í Danmörku eða Svíþjóð. Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fordómar í garð útlendinga fara vaxandi hér á landi samkvæmt nýrri könnun. Svo virðist sem fordómarnir aukist eftir því sem útlendingum fjölgar. Alþjóðahús kynnti nýja könnun sem Gallup gerði um afstöðu Íslendinga til útlendinga. Um póstkönnun nvar að ræða, endanlegt úrtak var tæplega 2600 manns og fjöldi svarenda tæplega 1100 eða 66%. Spurt var hvort þeir sem flytja til íslands eigi rétt á að halda eigin siðum og venjum. Liðlega 64% er því mjög eða frekar sammála, en það er 13 prósentustigum færra heldur en fyrir fimm árum þegar viðlíka könnun var gerð. Þá var spurt hvort að leyfa ætti fleiri útlendingum að vinna hér á landi. Um 28% töldu að það ætti að gera, sem er 14 prósentustigum færra en árið 1999 og einnig var spurt hvort að Ísland ætti að taka við fleiri flóttamönnum. 27,5 % vilja það, en það er nærri 18 prósentustigum færra en í könnuninni 1999. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segir þetta ekki koma á óvart, en að gott sé að fá gruninn staðfestan. Hann segir að gefið verði út blað á sunnudaginn, þar sem upplýst verði hvernig afstaðn í samfélaginu sé í raun og veru, þannig að menn geti hagað umræðunni í samræmi við þann veruleika sem blasi við. Einar segir minna um að fordómarnir sýni sig í ofbeldi, meira sé um ósýnilega fordóma, sem sýni sig í annarri framkomu og þjónustu og þess háttar. Hann segir þörf á umræðu vegna þess að útlendingum hafi fjölgað hér á landi og slíkt leiði oft til fordóma. Hann segist vonast til þess að fljótlega verði hægt að ræða málin út frá þeirri stöðu sem hér er uppi, en ekki út frá því sem gerist í Danmörku eða Svíþjóð.
Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira