Nýsköpunarsjóður nánast auralaus 11. nóvember 2004 00:01 Ástandið í nýsköpun og hjá sprotafyrirtækjum hér á landi er "virkilega bágborið," að sögn Gunnars Arnar Gunnarssonar framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs. Ástæðan er sú, að sjóðurinn hefur, sem stendur, ekki bolmagn til að fjárfesta í nýjum hugmyndum umfram það sem hann hefur þegar gert. Íslensk fyrirtæki og einstaklingar líta mest til fjárfestinga erlendis, segir Gunnar Örn og kveðst hafa áhyggjur af því. "Það er ljóst að umhverfið á markaðinum hefur breyst mjög mikið," sagði Gunnar Örn. "Fyrir nokkrum árum var töluvert um að fyrirtæki og sjóðir væru að fjárrfesta í sprotafyrirtækjum. Þetta gjörbreyttist í kringum 2001. Nýsköpunarsjóður, sem starfað hefur í sjö ár, var mjög akvæðamikill í að fjárfesta í nýjum fyrirtækjum fyrstu fimm árin. Að meðaltali var hann að setja um milljarð á ári inn í nýsköpunarferlið. Nú hefur sjóðurinn ekki lengur bolmagn til þessa. Hlutverk hans í dag er að standa þétt við þær fjárfestingar og fyrirtæki sem hann á í, hefur trú á og munu geta skilað honum hagnaði í framtíðinni, þegar þau verða seld. En hann hefur ekki farið inn í nýjar fjárfestingar í á annað ár." Gunnar Örn sagði að forráðamenn Nýsköpunarsjóðs hefðu átt í viðræðum við ríkisvaldið um að brúa bilið, þar til sjóðurinn gæti selt nægilega mikið af eignum og haldið áfram. Hefði verið farið fram á tvo milljarða, sem myndu dreifast á næstu tvö til þrjú ár. "Þá höfum við komið þeirri hugmynd á framfæri, að ef Síminn yrði seldur fyndist okkur ekki óeðlilegt að hluti af söluverðmætinu myndi renna til nýsköpunar í hátæknifyrirtækjum framtíðarinnar. Síðastliðið vor voru samþykkt lög á Alþingi, sem heimiluðu Nýsköpunarsjóði að stofna sjóði með öðrum. Við höfum farið til sjö stærstu lífeyrissjóða í landinu og kynnt hugmynd þar að lútandi fyrir þeim. Þeir eru tilbúnir að skoða hugmynd að slíku samstarfi, en engin ákvörðun verið tekin. Við vitum að lífeyrissjóðirnir eru að fjárfesta í slíkum áhættufjárfestingasjóðum erlendis og því er það að okkar mati eðlilegt að þeir skoði einnig slíka kosti hér heima." Fréttir Innlent Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ástandið í nýsköpun og hjá sprotafyrirtækjum hér á landi er "virkilega bágborið," að sögn Gunnars Arnar Gunnarssonar framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs. Ástæðan er sú, að sjóðurinn hefur, sem stendur, ekki bolmagn til að fjárfesta í nýjum hugmyndum umfram það sem hann hefur þegar gert. Íslensk fyrirtæki og einstaklingar líta mest til fjárfestinga erlendis, segir Gunnar Örn og kveðst hafa áhyggjur af því. "Það er ljóst að umhverfið á markaðinum hefur breyst mjög mikið," sagði Gunnar Örn. "Fyrir nokkrum árum var töluvert um að fyrirtæki og sjóðir væru að fjárrfesta í sprotafyrirtækjum. Þetta gjörbreyttist í kringum 2001. Nýsköpunarsjóður, sem starfað hefur í sjö ár, var mjög akvæðamikill í að fjárfesta í nýjum fyrirtækjum fyrstu fimm árin. Að meðaltali var hann að setja um milljarð á ári inn í nýsköpunarferlið. Nú hefur sjóðurinn ekki lengur bolmagn til þessa. Hlutverk hans í dag er að standa þétt við þær fjárfestingar og fyrirtæki sem hann á í, hefur trú á og munu geta skilað honum hagnaði í framtíðinni, þegar þau verða seld. En hann hefur ekki farið inn í nýjar fjárfestingar í á annað ár." Gunnar Örn sagði að forráðamenn Nýsköpunarsjóðs hefðu átt í viðræðum við ríkisvaldið um að brúa bilið, þar til sjóðurinn gæti selt nægilega mikið af eignum og haldið áfram. Hefði verið farið fram á tvo milljarða, sem myndu dreifast á næstu tvö til þrjú ár. "Þá höfum við komið þeirri hugmynd á framfæri, að ef Síminn yrði seldur fyndist okkur ekki óeðlilegt að hluti af söluverðmætinu myndi renna til nýsköpunar í hátæknifyrirtækjum framtíðarinnar. Síðastliðið vor voru samþykkt lög á Alþingi, sem heimiluðu Nýsköpunarsjóði að stofna sjóði með öðrum. Við höfum farið til sjö stærstu lífeyrissjóða í landinu og kynnt hugmynd þar að lútandi fyrir þeim. Þeir eru tilbúnir að skoða hugmynd að slíku samstarfi, en engin ákvörðun verið tekin. Við vitum að lífeyrissjóðirnir eru að fjárfesta í slíkum áhættufjárfestingasjóðum erlendis og því er það að okkar mati eðlilegt að þeir skoði einnig slíka kosti hér heima."
Fréttir Innlent Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira