Menning

Skringilegir gosdrykkir

Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Jones Soda í Seattle í Bandaríkjunum er ekki einn af gosrisunum, Coke eða Pepsi, en fyrirtækið hefur þó vaxið og dafnað á síðustu árum. Fyrir jólin í fyrra spilaði Jones Soda út nýju trompi og setti á markaðinn gosdrykk með kalkúnasósubragði. Sala fór fram úr björtustu vonum og seldust gosdrykkirnir upp á skammri stundu. Nú hefur fyrirtækið tekið upp á því að framleiða þennan vinsæla gosdrykk aftur og nú í meira magni. Einnig hefur Jones Soda bætt við fimm gosdrykkjum sem þykja harla óvenjulegir en þeir eru til dæmis með kartöflustöppubragði og ávaxtakökubragði. Spurning er hvenær frumleiki Jones Soda nær til Íslands? Hvernig væri til dæmis hangikjötsbragð?





Fleiri fréttir

Sjá meira


×