Innlent

Forseti sendi samúðarkveðjur

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í morgun samúðarkveðjur til palestínsku þjóðarinnar vegna andláts Jassers Arafats, forseta heimastjórnarinnar. Þar sagði forsetinn að Arafat hefði markaði djúp spor í sögu Mið-Austurlanda og heimsins alls og barátta hans fyrir réttindum og sjálfstæði Palestínumanna verið þjóðinni leiðarljós í áratugi. Vonandi yrði arfleifð Arafats öllum áhrifaöflum hvatning til að koma á varanlegum friði, sátt og samkomulagi sem tryggði þjóð hans réttinn til að búa í eigin ríki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×