Innlent

Rannsókn beinist að hjólabúnaði

Rannsókn á flugatvikinu þegar flutningavél Atlanta hlekktist á í flugtaki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum nýverið, beinist einkum að hjólabúnaði vélarinnar. Flugmenn hættu skyndilega við flugtak þegar vélin var komin á mikla ferð og stöðvaðist hún ekki fyrr en hún stakkst í sandinn utan flugbrautarinnar. Vélin, sem er Boeing 747 breiðþota, er að öllum líkindum ónýt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×