Innlent

Kaupa tískukeðjuna MK One

Baugur og Landsbankinn ætla að kaupa bresku tískukeðjuna MK One. Samkvæmt fréttaskeytum er kaupsamningurinn metinn á um fimmtíu og fimm milljónir punda, eða sem nemur 6,9 milljörðum króna. Baugur mun eiga um helming fyrirtækisins á móti nýjum stjórnendum og Landsbankanum. MK One rekur 176 verslanir á Bretlandi og er hermt að Baugur ætli að bæta fimmtíu nýjum verslunum við á næstu þremur árum. Á undanförnu einu og hálfu ári hefur Baugur keypt mörg þekktustu tískumerki Bretlands, þeirra á meðal Oasis, Coast og Whistles. Breskir fjölmiðlar hafa áður greint frá því að Baugur hyggist stofna eignarhaldsfyrirtæki um þessi merki og setja á hlutabréfmarkað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×