Innlent

Íslensk olíumiðlun í Neskaupsstað

Reiknað er með að nýtt olíufélag, Íslensk olíumiðlun, geti byrjað að afgreiða gasolíu til skipa í byrjun næsta árs frá birgðastöð sem félagið er að reisa á hafnarsvæðinu á Norðfirði. Íslensk olíumiðlun, sem er í samstarfi við danska olíufélagið Malik, sótti um lóð við Norðfjarðarhöfn undir birgðatanka fyrir rúmu ári og óskaði þá eftir trúnaði við meðferð umsóknarinnar hjá bæjaryfirvöldum í Fjarðarbyggð. Það fékk síðan byggingarleyfi í sumar og nú er hafinn undirbúningur við að reisa 4.000 tonna gasolíutank. Malik hefur séð um olíusölu til skipa í hafi síðustu 15 ár. Að sögn Gísla S. Gíslasonar hafnarstjóra þarf ekki að gera neinar sérstakar framkvæmdir við höfnina vegna þessarar brigðastöðvar en á hafnaráætlun er að lengja bryggjuna sunnan við loðnubræðsluna um 50 metra til austurs árið 2006 og verður settur skjólgarður þar fyrir austan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×