Samstaða dugði ekki Degi 10. nóvember 2004 00:01 Steinunn Valdís Óskarsdóttir, var valin borgarstjóri í gær eftir harðar deilur innan R-listans. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi utan flokkanna þriggja á R-listanum virtist um tíma vera með pálmann í höndunum. "Ég varð mjög stoltur og undrandi þegar Alfreð Þorsteinsson nefndi þetta við mig fyrir viku. Persónulega skiptir það mig máli að allir borgarfulltrúar skyldu tilbúnir að styðja mig." segir Dagur B. Eggertsson. Fullyrðing hans um að slík samstaða hefði náðst um hann vekur athygli enda sagði Fréttablaðið frá því í gær að forysta Framsóknarflokksins hefði ekki getað sætt sig við Dag á þeim forsendum að þar með væri verið að ala upp Samfylkingarleiðtoga. Heimildir herma að Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi framsóknar hafi snúið við blaðinu eftir að forysta flokksins lagðist gegn Degi. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær lét Halldór Ásgrímsson það boð út ganga að hann gæti sætt sig við Steinunni Valdísi. "Niðurstaðan varð sú að það var breiðari samstaða um hana en mig innan flokkanna" segir Dagur. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknar segir að hann kannist ekki við að forysta framsóknar á landsvísu hefði ráðið úrslitum: "Það náðist einfaldlega meiri samstaða um Steinunni." Steinunn Valdís leggur áherslu á að hún hafi verið kosin einróma. "Þetta var niðurstaða sem allir gátu sætt sig við. Ég velti fortíðinni ekki fyrir mér, heldur ætla að einhenda mér í þau verkefni sem blasa við." Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn gerði tilkall til forystu þegar ljóst varð að Degi hefði verið hafnað en hafði ekki erindi sem erfiði. "R-listinn stendur heilshugar að baki nýjum borgarstjóra og mun stjórna borginni áfram styrkri hendi." Aðspurður um hvort hún yrði borgarstjóraefni R-listans í næstu kosningum eftir tæpt eitt og hálft ár sagði Stefán Jón: "Það er ekki einu sinni víst að það verði R listi þeim kosningum" segir Stefán Jón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir: "Úr því sem komið er vona ég að hún valdi þessu mikilvæga starfi. Ég hef hins vegar enga trú á að R-listinn geti mikið meira, hann er þreyttur og gleðin er farin úr starfinu. "MYND/Pjetur Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, var valin borgarstjóri í gær eftir harðar deilur innan R-listans. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi utan flokkanna þriggja á R-listanum virtist um tíma vera með pálmann í höndunum. "Ég varð mjög stoltur og undrandi þegar Alfreð Þorsteinsson nefndi þetta við mig fyrir viku. Persónulega skiptir það mig máli að allir borgarfulltrúar skyldu tilbúnir að styðja mig." segir Dagur B. Eggertsson. Fullyrðing hans um að slík samstaða hefði náðst um hann vekur athygli enda sagði Fréttablaðið frá því í gær að forysta Framsóknarflokksins hefði ekki getað sætt sig við Dag á þeim forsendum að þar með væri verið að ala upp Samfylkingarleiðtoga. Heimildir herma að Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi framsóknar hafi snúið við blaðinu eftir að forysta flokksins lagðist gegn Degi. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær lét Halldór Ásgrímsson það boð út ganga að hann gæti sætt sig við Steinunni Valdísi. "Niðurstaðan varð sú að það var breiðari samstaða um hana en mig innan flokkanna" segir Dagur. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknar segir að hann kannist ekki við að forysta framsóknar á landsvísu hefði ráðið úrslitum: "Það náðist einfaldlega meiri samstaða um Steinunni." Steinunn Valdís leggur áherslu á að hún hafi verið kosin einróma. "Þetta var niðurstaða sem allir gátu sætt sig við. Ég velti fortíðinni ekki fyrir mér, heldur ætla að einhenda mér í þau verkefni sem blasa við." Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn gerði tilkall til forystu þegar ljóst varð að Degi hefði verið hafnað en hafði ekki erindi sem erfiði. "R-listinn stendur heilshugar að baki nýjum borgarstjóra og mun stjórna borginni áfram styrkri hendi." Aðspurður um hvort hún yrði borgarstjóraefni R-listans í næstu kosningum eftir tæpt eitt og hálft ár sagði Stefán Jón: "Það er ekki einu sinni víst að það verði R listi þeim kosningum" segir Stefán Jón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir: "Úr því sem komið er vona ég að hún valdi þessu mikilvæga starfi. Ég hef hins vegar enga trú á að R-listinn geti mikið meira, hann er þreyttur og gleðin er farin úr starfinu. "MYND/Pjetur
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira