Innlent

Forseti þingsins heimsækir Japan

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, heimsækir Japan 11. til 16. nóvember í boði forseta efri deildar japanska þingsins. Í tilkynningu Alþingis kemur fram að með þingforseta í för verði eiginkona hans Kristrún Eymundsdóttir og þingmennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir, Guðjón A. Kristjánsson, Jóhann Ársælsson og Steingrímur J. Sigfússon ásamt forstöðumanni alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis. Sendinefndin heimsækir Tokyo og Kyoto. "Rætt verður við forseta efri og neðri deildar japanska þingsins, ráðherra og þingmenn. Forseti Alþingis og eiginkona hans munu jafnframt hitta japönsku keisarahjónin," segir í tilkynningunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×