Skóli á Hellu braut stjórnsýslulög 9. nóvember 2004 00:01 Grunnskólinn á Hellu braut stjórnsýslulög þegar tengdasonur skólastjórans var ráðinn til að aka börnum frá Þykkvabæ til skólans á Hellu. Skólastjórinn lýsti sig vanhæfan til að ráða í stöðuna og var aðstoðarskólastjórinn fenginn til þess. Hann réði tengdasoninn í starfið, sem þó hafði ekki tilskilin réttindi til skólaaksturs þegar hann sótti um. Réttindin fékk hann seinna. Í kjölfarið sendi Grétar H. Guðmundsson, sem sótti um starfið en fékk ekki, sveitarstjóra Rangárþings ytra bréf. Í bréfinu sagði hann ráðninguna stangast á við stjórnsýslulög og fór fram á ráðningin yrði endurskoðuð og áskildi sér rétt til skaðabóta. Samkvæmt lögfræðiáliti sem sveitarstjórnin fékk Málflutningsskrifstofuna ehf. til að gera kemur skýrt fram að aðstoðarskólastjórinn, sem undirmaður skólastjórans, hafi einnig verið vanhæfur til að ráða í stöðuna. Samkvæmt álitinu er hins vegar ekki hægt að ógilda samninginn sem var gerður. Á hreppsnefndarfundi í síðustu var samþykkt að gefa þeim verktökum sem sóttu um starfið en fengu ekki kost á að fá sannanlegan kostnað við umsóknir sínar greiddan. Minnihlutinn í sveitarstjórn í Rangárþings ytra gagnrýndi ráðninguna harkalega. Í bókun minnihlutans á fundi kemur fram að þegar verkið var auglýst hafi ekkert verið tiltekið um þær kröfur sem viðkomandi þyrfti að uppfylla, hvorki hvað varðar tilskilin réttindi né ökutæki. "Almenna reglan hefur verið sú að skólabílstjórar hafa verið ráðnir beint af framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Vegna tengsla eins af umsækjendum við skólastjóra, en sá umsækjandi var síðan ráðinn, hefði sú vinnuregla betur verið viðhöfð í þetta skiptið. Þau vinnubrögð sem hér hafa verið viðhöfð eiga, að okkar mati, ekki að þekkjast í opinberri stjórnsýslu." Í samtali við Fréttablaðið segist Grétar enn ekki hafa fengið formlegt svar frá sveitarstjórninni. Hann útiloki ekki að fara með málið lengra og leita réttar síns með tillitil til hugsanlegra skaðabóta. Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Grunnskólinn á Hellu braut stjórnsýslulög þegar tengdasonur skólastjórans var ráðinn til að aka börnum frá Þykkvabæ til skólans á Hellu. Skólastjórinn lýsti sig vanhæfan til að ráða í stöðuna og var aðstoðarskólastjórinn fenginn til þess. Hann réði tengdasoninn í starfið, sem þó hafði ekki tilskilin réttindi til skólaaksturs þegar hann sótti um. Réttindin fékk hann seinna. Í kjölfarið sendi Grétar H. Guðmundsson, sem sótti um starfið en fékk ekki, sveitarstjóra Rangárþings ytra bréf. Í bréfinu sagði hann ráðninguna stangast á við stjórnsýslulög og fór fram á ráðningin yrði endurskoðuð og áskildi sér rétt til skaðabóta. Samkvæmt lögfræðiáliti sem sveitarstjórnin fékk Málflutningsskrifstofuna ehf. til að gera kemur skýrt fram að aðstoðarskólastjórinn, sem undirmaður skólastjórans, hafi einnig verið vanhæfur til að ráða í stöðuna. Samkvæmt álitinu er hins vegar ekki hægt að ógilda samninginn sem var gerður. Á hreppsnefndarfundi í síðustu var samþykkt að gefa þeim verktökum sem sóttu um starfið en fengu ekki kost á að fá sannanlegan kostnað við umsóknir sínar greiddan. Minnihlutinn í sveitarstjórn í Rangárþings ytra gagnrýndi ráðninguna harkalega. Í bókun minnihlutans á fundi kemur fram að þegar verkið var auglýst hafi ekkert verið tiltekið um þær kröfur sem viðkomandi þyrfti að uppfylla, hvorki hvað varðar tilskilin réttindi né ökutæki. "Almenna reglan hefur verið sú að skólabílstjórar hafa verið ráðnir beint af framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Vegna tengsla eins af umsækjendum við skólastjóra, en sá umsækjandi var síðan ráðinn, hefði sú vinnuregla betur verið viðhöfð í þetta skiptið. Þau vinnubrögð sem hér hafa verið viðhöfð eiga, að okkar mati, ekki að þekkjast í opinberri stjórnsýslu." Í samtali við Fréttablaðið segist Grétar enn ekki hafa fengið formlegt svar frá sveitarstjórninni. Hann útiloki ekki að fara með málið lengra og leita réttar síns með tillitil til hugsanlegra skaðabóta.
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira