Innlent

Norðmenn vilja meiri kvóta

Samningalotu samningamanna frá Evrópusambandinu, Íslandi, Noregi, Færeyjum og Rússlandi um veiðar úr norsk-íslensku síldinni á næsta ári er lokið, án árangurs. Norðmenn vilja meðal annars aukið hlutfall á kostnað Íslendinga en Íslendingar benda á móti á þá staðreynd að norsk-íslenska síldin leitar á ný inn í íslensku lögsöguna og er veiðanleg þar. Óformlegt samkomulag náðist um það að virða tillögu Alþjóðahafrannsóknaráðsins um 890 þúsund tonna hámarkskvóta og ákveðið var að samninganefndirnar hittist aftur fjótlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×