Innlent

Varað við umferð um jökulinn

Fyrir liggur að örar breytingar eru á gosinu við Grímsvötn samkvæmt tilkynningu frá Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra varar við umferð um jökulinn í ljósi þess að jökullinn er sprunginn og stórhættulegur yfirferðar. Í tilkynningunni segir að svo virðist sem komið sé upp gos á öðrum stað í Grímsvatnadældinni. Það er líka áréttað að hættulegt er að vera í gosmekkinum.    Búist er við að vísindamenn, sem skoðað hafa eldstöðina við Grímsvötn úr lofti nú síðdegis, komi í björgunarmiðstöðina klukkan 18 og munu þá ræða við fjölmiðla. 


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×