Fréttablaðið mest lesið 1. nóvember 2004 00:01 Fréttablaðið er langmest lesið dagblaða, en að meðaltali lesa 68,5 prósent fólks blaðið daglega, að því er fram kemur í nýrri fjölmiðlakönnun IMG Gallup. Lestur blaðsins hefur því aukist um 3,7 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Á sama tíma dregur úr lestri Morgunblaðsins sem í október í fyrra mældist með 52,3 prósenta lestur, en er nú með 48,5 prósenta meðallestur á dag. Lestur Dagblaðsins fer úr 19,8 prósentum í 15,5 prósent. Spurt var hvort svarendur hefðu haft frían aðgang að miðlum í könnunarvikunni. 5,5 prósent höfðu fengið Morgunblaðið ókeypis, 2,5 prósent Dagblaðið, 1,0 prósent Stöð 2 og 0,5 prósent sáu Sýn án þess að greiða fyrir. Þorbjörn Broddason, prófessor við Félagsvísindadeild Háskólans, telur þó ekki að frídreifing skekki myndina. "Við erum í nýjum heimi þar sem heilt fríblað er reiknað inn við hliðina á keyptum blöðum.Ef Mogginn kýs að dreifa frítt að hluta hlýtur maður að dæma það á sama hátt og Fréttablaðið. Þetta skiptir minna máli en áður fyrr þegar öll blöð voru seld og svo gerði eitthvað eitt blað rosaátak meðan á könnun stóð," segir hann. Þegar horft er til uppsafnaðs meðallesturs og meðaláhorfs koma í ljós breytingar milli kannana. Fréttablaðið heldur stöðu sinni sem mest notaði miðillinn og Sjónvarpið er enn í öðru sæti þó áhorf hafi farið í 62 prósent úr 66 prósentum. Stöð 2 sækir mikið á og tekur þriðja sætið af Morgunblaðinu. Í ágúst nam áhorfið 44 prósentum, en nemur nú 55 prósentum. Þorbjörn segir áhyggjuefni hljóta að vera fyrir Morgunblaðið að síga lítillega í hverri könnun allt árið. "Fréttablaðið hefur nánast staðið í stað, en bilið er aðeins að breikka á milli blaðanna," segir hann og bætir við að samdráttur í lestri Dagblaðsins hljóti jafnframt að vera áhyggjuefni. "Línan niður á við er aðeins brattari hjá DV en hjá Mogganum. Ég myndi í sporum beggja blaða halda áfram að hafa áhyggjur. Fréttablaðsmenn mega aftur á móti mjög vel una við sinn hlut," segir hann, en veltir upp þeirri spurningu hvort blaðalestur muni haldast þegar fram í sækir og telur teikn á lofti um að blaðalestur kunni að vera á undanhaldi. Könnun Gallups var dagbókarkönnun sem gerð var dagana 1. til 7. október. Í úrtakinu voru á endanum 1.502 á aldrinum 12 til 80 ára, valdir af handahófi úr þjóðskrá. Svarendur voru 903 og svarhlutfall því 60,1 prósent. Fréttir Innlent Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Fréttablaðið er langmest lesið dagblaða, en að meðaltali lesa 68,5 prósent fólks blaðið daglega, að því er fram kemur í nýrri fjölmiðlakönnun IMG Gallup. Lestur blaðsins hefur því aukist um 3,7 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Á sama tíma dregur úr lestri Morgunblaðsins sem í október í fyrra mældist með 52,3 prósenta lestur, en er nú með 48,5 prósenta meðallestur á dag. Lestur Dagblaðsins fer úr 19,8 prósentum í 15,5 prósent. Spurt var hvort svarendur hefðu haft frían aðgang að miðlum í könnunarvikunni. 5,5 prósent höfðu fengið Morgunblaðið ókeypis, 2,5 prósent Dagblaðið, 1,0 prósent Stöð 2 og 0,5 prósent sáu Sýn án þess að greiða fyrir. Þorbjörn Broddason, prófessor við Félagsvísindadeild Háskólans, telur þó ekki að frídreifing skekki myndina. "Við erum í nýjum heimi þar sem heilt fríblað er reiknað inn við hliðina á keyptum blöðum.Ef Mogginn kýs að dreifa frítt að hluta hlýtur maður að dæma það á sama hátt og Fréttablaðið. Þetta skiptir minna máli en áður fyrr þegar öll blöð voru seld og svo gerði eitthvað eitt blað rosaátak meðan á könnun stóð," segir hann. Þegar horft er til uppsafnaðs meðallesturs og meðaláhorfs koma í ljós breytingar milli kannana. Fréttablaðið heldur stöðu sinni sem mest notaði miðillinn og Sjónvarpið er enn í öðru sæti þó áhorf hafi farið í 62 prósent úr 66 prósentum. Stöð 2 sækir mikið á og tekur þriðja sætið af Morgunblaðinu. Í ágúst nam áhorfið 44 prósentum, en nemur nú 55 prósentum. Þorbjörn segir áhyggjuefni hljóta að vera fyrir Morgunblaðið að síga lítillega í hverri könnun allt árið. "Fréttablaðið hefur nánast staðið í stað, en bilið er aðeins að breikka á milli blaðanna," segir hann og bætir við að samdráttur í lestri Dagblaðsins hljóti jafnframt að vera áhyggjuefni. "Línan niður á við er aðeins brattari hjá DV en hjá Mogganum. Ég myndi í sporum beggja blaða halda áfram að hafa áhyggjur. Fréttablaðsmenn mega aftur á móti mjög vel una við sinn hlut," segir hann, en veltir upp þeirri spurningu hvort blaðalestur muni haldast þegar fram í sækir og telur teikn á lofti um að blaðalestur kunni að vera á undanhaldi. Könnun Gallups var dagbókarkönnun sem gerð var dagana 1. til 7. október. Í úrtakinu voru á endanum 1.502 á aldrinum 12 til 80 ára, valdir af handahófi úr þjóðskrá. Svarendur voru 903 og svarhlutfall því 60,1 prósent.
Fréttir Innlent Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira