Fréttablaðið mest lesið 1. nóvember 2004 00:01 Fréttablaðið er langmest lesið dagblaða, en að meðaltali lesa 68,5 prósent fólks blaðið daglega, að því er fram kemur í nýrri fjölmiðlakönnun IMG Gallup. Lestur blaðsins hefur því aukist um 3,7 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Á sama tíma dregur úr lestri Morgunblaðsins sem í október í fyrra mældist með 52,3 prósenta lestur, en er nú með 48,5 prósenta meðallestur á dag. Lestur Dagblaðsins fer úr 19,8 prósentum í 15,5 prósent. Spurt var hvort svarendur hefðu haft frían aðgang að miðlum í könnunarvikunni. 5,5 prósent höfðu fengið Morgunblaðið ókeypis, 2,5 prósent Dagblaðið, 1,0 prósent Stöð 2 og 0,5 prósent sáu Sýn án þess að greiða fyrir. Þorbjörn Broddason, prófessor við Félagsvísindadeild Háskólans, telur þó ekki að frídreifing skekki myndina. "Við erum í nýjum heimi þar sem heilt fríblað er reiknað inn við hliðina á keyptum blöðum.Ef Mogginn kýs að dreifa frítt að hluta hlýtur maður að dæma það á sama hátt og Fréttablaðið. Þetta skiptir minna máli en áður fyrr þegar öll blöð voru seld og svo gerði eitthvað eitt blað rosaátak meðan á könnun stóð," segir hann. Þegar horft er til uppsafnaðs meðallesturs og meðaláhorfs koma í ljós breytingar milli kannana. Fréttablaðið heldur stöðu sinni sem mest notaði miðillinn og Sjónvarpið er enn í öðru sæti þó áhorf hafi farið í 62 prósent úr 66 prósentum. Stöð 2 sækir mikið á og tekur þriðja sætið af Morgunblaðinu. Í ágúst nam áhorfið 44 prósentum, en nemur nú 55 prósentum. Þorbjörn segir áhyggjuefni hljóta að vera fyrir Morgunblaðið að síga lítillega í hverri könnun allt árið. "Fréttablaðið hefur nánast staðið í stað, en bilið er aðeins að breikka á milli blaðanna," segir hann og bætir við að samdráttur í lestri Dagblaðsins hljóti jafnframt að vera áhyggjuefni. "Línan niður á við er aðeins brattari hjá DV en hjá Mogganum. Ég myndi í sporum beggja blaða halda áfram að hafa áhyggjur. Fréttablaðsmenn mega aftur á móti mjög vel una við sinn hlut," segir hann, en veltir upp þeirri spurningu hvort blaðalestur muni haldast þegar fram í sækir og telur teikn á lofti um að blaðalestur kunni að vera á undanhaldi. Könnun Gallups var dagbókarkönnun sem gerð var dagana 1. til 7. október. Í úrtakinu voru á endanum 1.502 á aldrinum 12 til 80 ára, valdir af handahófi úr þjóðskrá. Svarendur voru 903 og svarhlutfall því 60,1 prósent. Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fréttablaðið er langmest lesið dagblaða, en að meðaltali lesa 68,5 prósent fólks blaðið daglega, að því er fram kemur í nýrri fjölmiðlakönnun IMG Gallup. Lestur blaðsins hefur því aukist um 3,7 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Á sama tíma dregur úr lestri Morgunblaðsins sem í október í fyrra mældist með 52,3 prósenta lestur, en er nú með 48,5 prósenta meðallestur á dag. Lestur Dagblaðsins fer úr 19,8 prósentum í 15,5 prósent. Spurt var hvort svarendur hefðu haft frían aðgang að miðlum í könnunarvikunni. 5,5 prósent höfðu fengið Morgunblaðið ókeypis, 2,5 prósent Dagblaðið, 1,0 prósent Stöð 2 og 0,5 prósent sáu Sýn án þess að greiða fyrir. Þorbjörn Broddason, prófessor við Félagsvísindadeild Háskólans, telur þó ekki að frídreifing skekki myndina. "Við erum í nýjum heimi þar sem heilt fríblað er reiknað inn við hliðina á keyptum blöðum.Ef Mogginn kýs að dreifa frítt að hluta hlýtur maður að dæma það á sama hátt og Fréttablaðið. Þetta skiptir minna máli en áður fyrr þegar öll blöð voru seld og svo gerði eitthvað eitt blað rosaátak meðan á könnun stóð," segir hann. Þegar horft er til uppsafnaðs meðallesturs og meðaláhorfs koma í ljós breytingar milli kannana. Fréttablaðið heldur stöðu sinni sem mest notaði miðillinn og Sjónvarpið er enn í öðru sæti þó áhorf hafi farið í 62 prósent úr 66 prósentum. Stöð 2 sækir mikið á og tekur þriðja sætið af Morgunblaðinu. Í ágúst nam áhorfið 44 prósentum, en nemur nú 55 prósentum. Þorbjörn segir áhyggjuefni hljóta að vera fyrir Morgunblaðið að síga lítillega í hverri könnun allt árið. "Fréttablaðið hefur nánast staðið í stað, en bilið er aðeins að breikka á milli blaðanna," segir hann og bætir við að samdráttur í lestri Dagblaðsins hljóti jafnframt að vera áhyggjuefni. "Línan niður á við er aðeins brattari hjá DV en hjá Mogganum. Ég myndi í sporum beggja blaða halda áfram að hafa áhyggjur. Fréttablaðsmenn mega aftur á móti mjög vel una við sinn hlut," segir hann, en veltir upp þeirri spurningu hvort blaðalestur muni haldast þegar fram í sækir og telur teikn á lofti um að blaðalestur kunni að vera á undanhaldi. Könnun Gallups var dagbókarkönnun sem gerð var dagana 1. til 7. október. Í úrtakinu voru á endanum 1.502 á aldrinum 12 til 80 ára, valdir af handahófi úr þjóðskrá. Svarendur voru 903 og svarhlutfall því 60,1 prósent.
Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira