Fréttablaðið mest lesið 1. nóvember 2004 00:01 Fréttablaðið er langmest lesið dagblaða, en að meðaltali lesa 68,5 prósent fólks blaðið daglega, að því er fram kemur í nýrri fjölmiðlakönnun IMG Gallup. Lestur blaðsins hefur því aukist um 3,7 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Á sama tíma dregur úr lestri Morgunblaðsins sem í október í fyrra mældist með 52,3 prósenta lestur, en er nú með 48,5 prósenta meðallestur á dag. Lestur Dagblaðsins fer úr 19,8 prósentum í 15,5 prósent. Spurt var hvort svarendur hefðu haft frían aðgang að miðlum í könnunarvikunni. 5,5 prósent höfðu fengið Morgunblaðið ókeypis, 2,5 prósent Dagblaðið, 1,0 prósent Stöð 2 og 0,5 prósent sáu Sýn án þess að greiða fyrir. Þorbjörn Broddason, prófessor við Félagsvísindadeild Háskólans, telur þó ekki að frídreifing skekki myndina. "Við erum í nýjum heimi þar sem heilt fríblað er reiknað inn við hliðina á keyptum blöðum.Ef Mogginn kýs að dreifa frítt að hluta hlýtur maður að dæma það á sama hátt og Fréttablaðið. Þetta skiptir minna máli en áður fyrr þegar öll blöð voru seld og svo gerði eitthvað eitt blað rosaátak meðan á könnun stóð," segir hann. Þegar horft er til uppsafnaðs meðallesturs og meðaláhorfs koma í ljós breytingar milli kannana. Fréttablaðið heldur stöðu sinni sem mest notaði miðillinn og Sjónvarpið er enn í öðru sæti þó áhorf hafi farið í 62 prósent úr 66 prósentum. Stöð 2 sækir mikið á og tekur þriðja sætið af Morgunblaðinu. Í ágúst nam áhorfið 44 prósentum, en nemur nú 55 prósentum. Þorbjörn segir áhyggjuefni hljóta að vera fyrir Morgunblaðið að síga lítillega í hverri könnun allt árið. "Fréttablaðið hefur nánast staðið í stað, en bilið er aðeins að breikka á milli blaðanna," segir hann og bætir við að samdráttur í lestri Dagblaðsins hljóti jafnframt að vera áhyggjuefni. "Línan niður á við er aðeins brattari hjá DV en hjá Mogganum. Ég myndi í sporum beggja blaða halda áfram að hafa áhyggjur. Fréttablaðsmenn mega aftur á móti mjög vel una við sinn hlut," segir hann, en veltir upp þeirri spurningu hvort blaðalestur muni haldast þegar fram í sækir og telur teikn á lofti um að blaðalestur kunni að vera á undanhaldi. Könnun Gallups var dagbókarkönnun sem gerð var dagana 1. til 7. október. Í úrtakinu voru á endanum 1.502 á aldrinum 12 til 80 ára, valdir af handahófi úr þjóðskrá. Svarendur voru 903 og svarhlutfall því 60,1 prósent. Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Fréttablaðið er langmest lesið dagblaða, en að meðaltali lesa 68,5 prósent fólks blaðið daglega, að því er fram kemur í nýrri fjölmiðlakönnun IMG Gallup. Lestur blaðsins hefur því aukist um 3,7 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Á sama tíma dregur úr lestri Morgunblaðsins sem í október í fyrra mældist með 52,3 prósenta lestur, en er nú með 48,5 prósenta meðallestur á dag. Lestur Dagblaðsins fer úr 19,8 prósentum í 15,5 prósent. Spurt var hvort svarendur hefðu haft frían aðgang að miðlum í könnunarvikunni. 5,5 prósent höfðu fengið Morgunblaðið ókeypis, 2,5 prósent Dagblaðið, 1,0 prósent Stöð 2 og 0,5 prósent sáu Sýn án þess að greiða fyrir. Þorbjörn Broddason, prófessor við Félagsvísindadeild Háskólans, telur þó ekki að frídreifing skekki myndina. "Við erum í nýjum heimi þar sem heilt fríblað er reiknað inn við hliðina á keyptum blöðum.Ef Mogginn kýs að dreifa frítt að hluta hlýtur maður að dæma það á sama hátt og Fréttablaðið. Þetta skiptir minna máli en áður fyrr þegar öll blöð voru seld og svo gerði eitthvað eitt blað rosaátak meðan á könnun stóð," segir hann. Þegar horft er til uppsafnaðs meðallesturs og meðaláhorfs koma í ljós breytingar milli kannana. Fréttablaðið heldur stöðu sinni sem mest notaði miðillinn og Sjónvarpið er enn í öðru sæti þó áhorf hafi farið í 62 prósent úr 66 prósentum. Stöð 2 sækir mikið á og tekur þriðja sætið af Morgunblaðinu. Í ágúst nam áhorfið 44 prósentum, en nemur nú 55 prósentum. Þorbjörn segir áhyggjuefni hljóta að vera fyrir Morgunblaðið að síga lítillega í hverri könnun allt árið. "Fréttablaðið hefur nánast staðið í stað, en bilið er aðeins að breikka á milli blaðanna," segir hann og bætir við að samdráttur í lestri Dagblaðsins hljóti jafnframt að vera áhyggjuefni. "Línan niður á við er aðeins brattari hjá DV en hjá Mogganum. Ég myndi í sporum beggja blaða halda áfram að hafa áhyggjur. Fréttablaðsmenn mega aftur á móti mjög vel una við sinn hlut," segir hann, en veltir upp þeirri spurningu hvort blaðalestur muni haldast þegar fram í sækir og telur teikn á lofti um að blaðalestur kunni að vera á undanhaldi. Könnun Gallups var dagbókarkönnun sem gerð var dagana 1. til 7. október. Í úrtakinu voru á endanum 1.502 á aldrinum 12 til 80 ára, valdir af handahófi úr þjóðskrá. Svarendur voru 903 og svarhlutfall því 60,1 prósent.
Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira