Fréttablaðið mest lesið 1. nóvember 2004 00:01 Fréttablaðið er langmest lesið dagblaða, en að meðaltali lesa 68,5 prósent fólks blaðið daglega, að því er fram kemur í nýrri fjölmiðlakönnun IMG Gallup. Lestur blaðsins hefur því aukist um 3,7 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Á sama tíma dregur úr lestri Morgunblaðsins sem í október í fyrra mældist með 52,3 prósenta lestur, en er nú með 48,5 prósenta meðallestur á dag. Lestur Dagblaðsins fer úr 19,8 prósentum í 15,5 prósent. Spurt var hvort svarendur hefðu haft frían aðgang að miðlum í könnunarvikunni. 5,5 prósent höfðu fengið Morgunblaðið ókeypis, 2,5 prósent Dagblaðið, 1,0 prósent Stöð 2 og 0,5 prósent sáu Sýn án þess að greiða fyrir. Þorbjörn Broddason, prófessor við Félagsvísindadeild Háskólans, telur þó ekki að frídreifing skekki myndina. "Við erum í nýjum heimi þar sem heilt fríblað er reiknað inn við hliðina á keyptum blöðum.Ef Mogginn kýs að dreifa frítt að hluta hlýtur maður að dæma það á sama hátt og Fréttablaðið. Þetta skiptir minna máli en áður fyrr þegar öll blöð voru seld og svo gerði eitthvað eitt blað rosaátak meðan á könnun stóð," segir hann. Þegar horft er til uppsafnaðs meðallesturs og meðaláhorfs koma í ljós breytingar milli kannana. Fréttablaðið heldur stöðu sinni sem mest notaði miðillinn og Sjónvarpið er enn í öðru sæti þó áhorf hafi farið í 62 prósent úr 66 prósentum. Stöð 2 sækir mikið á og tekur þriðja sætið af Morgunblaðinu. Í ágúst nam áhorfið 44 prósentum, en nemur nú 55 prósentum. Þorbjörn segir áhyggjuefni hljóta að vera fyrir Morgunblaðið að síga lítillega í hverri könnun allt árið. "Fréttablaðið hefur nánast staðið í stað, en bilið er aðeins að breikka á milli blaðanna," segir hann og bætir við að samdráttur í lestri Dagblaðsins hljóti jafnframt að vera áhyggjuefni. "Línan niður á við er aðeins brattari hjá DV en hjá Mogganum. Ég myndi í sporum beggja blaða halda áfram að hafa áhyggjur. Fréttablaðsmenn mega aftur á móti mjög vel una við sinn hlut," segir hann, en veltir upp þeirri spurningu hvort blaðalestur muni haldast þegar fram í sækir og telur teikn á lofti um að blaðalestur kunni að vera á undanhaldi. Könnun Gallups var dagbókarkönnun sem gerð var dagana 1. til 7. október. Í úrtakinu voru á endanum 1.502 á aldrinum 12 til 80 ára, valdir af handahófi úr þjóðskrá. Svarendur voru 903 og svarhlutfall því 60,1 prósent. Fréttir Innlent Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Fréttablaðið er langmest lesið dagblaða, en að meðaltali lesa 68,5 prósent fólks blaðið daglega, að því er fram kemur í nýrri fjölmiðlakönnun IMG Gallup. Lestur blaðsins hefur því aukist um 3,7 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Á sama tíma dregur úr lestri Morgunblaðsins sem í október í fyrra mældist með 52,3 prósenta lestur, en er nú með 48,5 prósenta meðallestur á dag. Lestur Dagblaðsins fer úr 19,8 prósentum í 15,5 prósent. Spurt var hvort svarendur hefðu haft frían aðgang að miðlum í könnunarvikunni. 5,5 prósent höfðu fengið Morgunblaðið ókeypis, 2,5 prósent Dagblaðið, 1,0 prósent Stöð 2 og 0,5 prósent sáu Sýn án þess að greiða fyrir. Þorbjörn Broddason, prófessor við Félagsvísindadeild Háskólans, telur þó ekki að frídreifing skekki myndina. "Við erum í nýjum heimi þar sem heilt fríblað er reiknað inn við hliðina á keyptum blöðum.Ef Mogginn kýs að dreifa frítt að hluta hlýtur maður að dæma það á sama hátt og Fréttablaðið. Þetta skiptir minna máli en áður fyrr þegar öll blöð voru seld og svo gerði eitthvað eitt blað rosaátak meðan á könnun stóð," segir hann. Þegar horft er til uppsafnaðs meðallesturs og meðaláhorfs koma í ljós breytingar milli kannana. Fréttablaðið heldur stöðu sinni sem mest notaði miðillinn og Sjónvarpið er enn í öðru sæti þó áhorf hafi farið í 62 prósent úr 66 prósentum. Stöð 2 sækir mikið á og tekur þriðja sætið af Morgunblaðinu. Í ágúst nam áhorfið 44 prósentum, en nemur nú 55 prósentum. Þorbjörn segir áhyggjuefni hljóta að vera fyrir Morgunblaðið að síga lítillega í hverri könnun allt árið. "Fréttablaðið hefur nánast staðið í stað, en bilið er aðeins að breikka á milli blaðanna," segir hann og bætir við að samdráttur í lestri Dagblaðsins hljóti jafnframt að vera áhyggjuefni. "Línan niður á við er aðeins brattari hjá DV en hjá Mogganum. Ég myndi í sporum beggja blaða halda áfram að hafa áhyggjur. Fréttablaðsmenn mega aftur á móti mjög vel una við sinn hlut," segir hann, en veltir upp þeirri spurningu hvort blaðalestur muni haldast þegar fram í sækir og telur teikn á lofti um að blaðalestur kunni að vera á undanhaldi. Könnun Gallups var dagbókarkönnun sem gerð var dagana 1. til 7. október. Í úrtakinu voru á endanum 1.502 á aldrinum 12 til 80 ára, valdir af handahófi úr þjóðskrá. Svarendur voru 903 og svarhlutfall því 60,1 prósent.
Fréttir Innlent Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira