Eldgos líklega hafið í Grímsvötnum 1. nóvember 2004 00:01 "Það er margt sem bendir til þess að gos sé hafið í eða við Grímsvötn. Við vitum ekki mikið meira um það í bili, hvort það er enn ofan í vatninu sjálfu eða undir ís, eða hvort það hefur brotið sér leið upp. Þetta er á mjög svipuðum slóðum og eldgosið í Grímsvötnum 1998," sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands í kvöld. Í framhaldi af vaxandi jarðskjálftum undanfarna daga og sérstaklega í dag, hófst samfelld hrina jarðskjálfta og óróa upp úr klukkan 20 í kvöld. Töldu menn líklegt að þar með hefði eldgos hafist í Grímsvötnum. Veðurstofan fylgist grannt með framvindunni og Samhæfingarstöð almannavarna var opnuð í kvöld vegna gossins. Flugmálastjórn, Vegagerðin, lögreglustjórinn í Vík og lögreglustjórinn á Höfn í Hornafirði hafa verið upplýstir um stöðu mála. "Við höfum ekki séð nein merki goss í radar en ef gosið brýst upp á yfirborðið og nær nokkurri hæð má sjá gosmökkinn í radar. Það er reyndar alls ekki víst að neitt að ráði sé farið að koma upp, þetta er trúlega undir jökli ennþá. Við teljum þó rétt að skýra frá þessu fyrr en síðar," sagði Ragnar Stefánsson. "Það hafa sést mjög smá gos á þessum slóðum en það er ómögulegt á þessari stundu að segja nokkuð til um stærð gossins. Hins vegar höfum við verið að búast við því að Grímsvötnin færu af stað. Landmælingar hafa sýnt að Grímsfjall hefur verið að þenjast út og okkur fannst því líklegt að þegar vötnin hefðu tæmt sig í þessu hlaupi, sem hófst fyrir nokkrum dögum, mundi létta það mikið þrýstingi ofan af kvikunni að hún myndi ná upp á yfirborðið," sagði Ragnar Stefánsson. Síðast varð gos í Grímsvötnum árið 1998, þá náði gosmökkurinn allt að tíu kílómetra hæð. Gunnar Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni sagði í samtali við Fréttablaðið í dag, að ef svipaðar aðstæður skapist núna geti það vissulega haft áhrif á flugumferð sem þurfi að taka mið af gosmökknum. Samhæfingarstöð almannavarna hefur í kvöld beint flugumferð frá Suðvesturhorninu. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
"Það er margt sem bendir til þess að gos sé hafið í eða við Grímsvötn. Við vitum ekki mikið meira um það í bili, hvort það er enn ofan í vatninu sjálfu eða undir ís, eða hvort það hefur brotið sér leið upp. Þetta er á mjög svipuðum slóðum og eldgosið í Grímsvötnum 1998," sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands í kvöld. Í framhaldi af vaxandi jarðskjálftum undanfarna daga og sérstaklega í dag, hófst samfelld hrina jarðskjálfta og óróa upp úr klukkan 20 í kvöld. Töldu menn líklegt að þar með hefði eldgos hafist í Grímsvötnum. Veðurstofan fylgist grannt með framvindunni og Samhæfingarstöð almannavarna var opnuð í kvöld vegna gossins. Flugmálastjórn, Vegagerðin, lögreglustjórinn í Vík og lögreglustjórinn á Höfn í Hornafirði hafa verið upplýstir um stöðu mála. "Við höfum ekki séð nein merki goss í radar en ef gosið brýst upp á yfirborðið og nær nokkurri hæð má sjá gosmökkinn í radar. Það er reyndar alls ekki víst að neitt að ráði sé farið að koma upp, þetta er trúlega undir jökli ennþá. Við teljum þó rétt að skýra frá þessu fyrr en síðar," sagði Ragnar Stefánsson. "Það hafa sést mjög smá gos á þessum slóðum en það er ómögulegt á þessari stundu að segja nokkuð til um stærð gossins. Hins vegar höfum við verið að búast við því að Grímsvötnin færu af stað. Landmælingar hafa sýnt að Grímsfjall hefur verið að þenjast út og okkur fannst því líklegt að þegar vötnin hefðu tæmt sig í þessu hlaupi, sem hófst fyrir nokkrum dögum, mundi létta það mikið þrýstingi ofan af kvikunni að hún myndi ná upp á yfirborðið," sagði Ragnar Stefánsson. Síðast varð gos í Grímsvötnum árið 1998, þá náði gosmökkurinn allt að tíu kílómetra hæð. Gunnar Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni sagði í samtali við Fréttablaðið í dag, að ef svipaðar aðstæður skapist núna geti það vissulega haft áhrif á flugumferð sem þurfi að taka mið af gosmökknum. Samhæfingarstöð almannavarna hefur í kvöld beint flugumferð frá Suðvesturhorninu.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira