Innlent

Flytja ferskan fisk með flugi

Fiskverkendur á Vestfjörðum flytja nú fiskinn úr landi í stórauknum mæli ferskan með flugi frá Keflavík þótt það kosti akstur yfir fjölda fjallvega og ferjusiglingu yfir Breiðafjörð. Oddi á Patreksfirði er stærsta fyrirtækið á sunnanverðum Vestfjörðum. Það velti um einum milljarði króna á síðasta ári. Saltfiskverkun hefur í gegnum tíðina verið meginuppistaðan í framleiðslunni en það hefur verið að breytast hratt síðustu misseri. Í stað þess að verka saltfisk í margar vikur með hefðbundnum aðferðum er farið að léttsalta saltfiskinn. Megináherslubreytingin er þó að sú að flytja fiskinn ferskan út með flugi á markaði erlendis. Það er hins vegar ekki einfalt mál að koma fiskinum á sem skjótastan hátt til Keflavíkurflugvallar vestast frá Vestfjörðum. Fara þarf um missgóða fjallvegi, sem lokast oft að vetrarlagi, og senda flutningabílana yfir Breiðafjörð með ferjunni Baldri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×