Innlent

Hlaup í Grímsvötnum

"Þetta er talsvert stærra hlaup en hefur verið. Meira vatn er í Grímsvötnum nú en árið 2002. Við vitum ekki hvort mikið eignatjón verður vegna hlaupsins en ég býst við að það eigi ekki eftir að valda miklum skaða. Mér finnst það ekki líklegt en það getur auðvitað verið að einhverjar skemmdir verði á brúnni við Skeiðará," segir Sverrir Elefsen, vatnamælingamaður hjá Orkustofnun, um rennsli í Skeiðará við brú á þjóðvegi 1. "Þeir á Veðurstofunni voru að rannsaka jarðskjálfta í Vatnajökli á fimmtudag og föstudag og gáfu þær rannsakanir vísbendingar um að hlaup væri að fara af stað. Við hjá Orkustofnun erum með mæli í ánni við brúna og við þjóðveginn og urðum vör við það í fyrrinótt að vatn var farið að aukast," segir Sverrir en vatnið jókst jafnt og þétt fram eftir degi í gær. Þegar Fréttablaðið náði tali af Sverri í gær gat hann ekki gefið upp neinar rennslistölur en vatnamælingamenn hjá Orkustofnun ætluðu að mæla vatnið í Skeiðará í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×