Innlent

Tveir slösuðust í Eyjafirði

Tveir menn slösuðust þegar fólksbíll og malarflutningabíll rákust saman í Eyjafirði síðdegis í gær. Áreksturinn varð á Moldhaugahálsi við Dalvíkur-afleggjara norðan Akureyrar. Tveir sjúkrabílar vorus sendir á staðinn auk tækjabíls slökkviliðsins á Akureyri en beita þurfti klippum til að ná manni sem var fastur í flaki fólksbílsins. Bílstjóri malarflutningabílsins slapp ómeiddur en meiðsli tveggja manna í fólksbílnum eru ekki talin alvarleg. Fólksbíllinn sem var nýr sportbíll er ónýtur eftir slysið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×