Innlent

Samningur í dag

Tímamótasamningur verður undirritaður hjá ríkissáttasemjara í dag þegar sjómenn og útvegsmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem þessir aðilar komast að samkomulagi um kaup og kjör, án þess að grípa verði til lagasetningar stjórnvalda. Drög að nýjum samningi voru kynnt og samþykkt af samningamönnum Landssambands íslenskra útvegsmanna, Sjómannasambandsins og Farmanna- og fiskimannasambandsins í gær. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samningurinn væri góður. Samningamenn mæta í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag og verður nýr kjarasamningur undirritaður á öðrum tímanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×