Kennarar ekki á eitt sáttir 29. október 2004 00:01 Verkfall grunnskólakennara hefur verið blásið af. Miðlunartillaga er á leið til allra grunnskólakennara landsins. Forsætisráðherra segist sannfærður um að kennarar muni samþykkja tillöguna, en trúnaðarmenn kennara efast. Kennarar fóru fram á rausnarlega eingreiðslu á fundi Fræðsluráðs í dag til að geta endurskoðað kennsluáætlanir að afloknu verkfalli. Sáttasemjari lagði fram miðlunartillögu laust eftir miðnætti. Hún ásamt atkvæðaseðli verður send til allra kennara með pósti. Atkvæðin þurfa að vera komin í hendur sáttasemjara fyrir klukkan eitt mánudaginn 8. nóvember. Þann sama dag verða atkvæði talin og þá ræðst hvort kennarar hafa samþykkt miðlunartillöguna eða fellt hana. Verði hún felld brestur verkfall á að nýju þriðjudaginn 9. nóvember. Fátt fæst uppgefið um innihald miðlunartillögunnar. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir tillöguna ekki þann samning sem þeir hefðu gert, enda hefði þá verið gerður kjarasamningur sem þeir hefðu mælt með. Þeir hafi ekki mælt með þessari tillögu sem hugsanlegum kjarasamningi. Eiríkur segist í raun hvorki sáttur né ósáttur við tillöguna, valdið sé nú í höndum kennaranna sjálfra sem verði að taka ákvörðun um framhaldið. Forsætisráðherra segir mikinn létti að kennaraverkfallinu hafi verið frestað, og hann er sannfærður um að tillagan verði ekki felld. Halldór Ásgrímsson segist vilja ganga út frá því að tillagan verði samþykkt, enda felist í henni mikil kjarabót fyrir kennara. Þessu eru langt í frá allir kennarar sammála. Það var að heyra á trúnaðarmönnum kennara á höfuðborgarsvæðinu sem hittust síðdegis að óánægja væri með miðlunartillöguna og allt eins líklegt að hún yrði felld. Þeir eru raunar ósáttir við að verkfalli sé frestað og samþykktu á fundi í gær ályktun um að verkfalli yrði haldið áfram á meðan atkvæðagreiðsla stæði yfir. Ólafur Loftsson, formaður kennarafélags Reykjavíkur segir að í dag hafi verið farið fram á eingreiðslu til kennara vegna þeirrar röskunar sem orðið hafi á kennsluáætlun í verkfallinu. Ólafur segir það fræðsluráðs að svara hvort komið verði til móts við þessa beiðni, en Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðsluráðs vill ekki tjá sig um það sem fram fer á fundum fræðsluráðs. Fréttir Innlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Verkfall grunnskólakennara hefur verið blásið af. Miðlunartillaga er á leið til allra grunnskólakennara landsins. Forsætisráðherra segist sannfærður um að kennarar muni samþykkja tillöguna, en trúnaðarmenn kennara efast. Kennarar fóru fram á rausnarlega eingreiðslu á fundi Fræðsluráðs í dag til að geta endurskoðað kennsluáætlanir að afloknu verkfalli. Sáttasemjari lagði fram miðlunartillögu laust eftir miðnætti. Hún ásamt atkvæðaseðli verður send til allra kennara með pósti. Atkvæðin þurfa að vera komin í hendur sáttasemjara fyrir klukkan eitt mánudaginn 8. nóvember. Þann sama dag verða atkvæði talin og þá ræðst hvort kennarar hafa samþykkt miðlunartillöguna eða fellt hana. Verði hún felld brestur verkfall á að nýju þriðjudaginn 9. nóvember. Fátt fæst uppgefið um innihald miðlunartillögunnar. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir tillöguna ekki þann samning sem þeir hefðu gert, enda hefði þá verið gerður kjarasamningur sem þeir hefðu mælt með. Þeir hafi ekki mælt með þessari tillögu sem hugsanlegum kjarasamningi. Eiríkur segist í raun hvorki sáttur né ósáttur við tillöguna, valdið sé nú í höndum kennaranna sjálfra sem verði að taka ákvörðun um framhaldið. Forsætisráðherra segir mikinn létti að kennaraverkfallinu hafi verið frestað, og hann er sannfærður um að tillagan verði ekki felld. Halldór Ásgrímsson segist vilja ganga út frá því að tillagan verði samþykkt, enda felist í henni mikil kjarabót fyrir kennara. Þessu eru langt í frá allir kennarar sammála. Það var að heyra á trúnaðarmönnum kennara á höfuðborgarsvæðinu sem hittust síðdegis að óánægja væri með miðlunartillöguna og allt eins líklegt að hún yrði felld. Þeir eru raunar ósáttir við að verkfalli sé frestað og samþykktu á fundi í gær ályktun um að verkfalli yrði haldið áfram á meðan atkvæðagreiðsla stæði yfir. Ólafur Loftsson, formaður kennarafélags Reykjavíkur segir að í dag hafi verið farið fram á eingreiðslu til kennara vegna þeirrar röskunar sem orðið hafi á kennsluáætlun í verkfallinu. Ólafur segir það fræðsluráðs að svara hvort komið verði til móts við þessa beiðni, en Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðsluráðs vill ekki tjá sig um það sem fram fer á fundum fræðsluráðs.
Fréttir Innlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira